Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Gunnar Heiðar: Þurfum bara að fara lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
   fim 20. júní 2019 22:33
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Virkilega döpur úrslit hjá okkar liði
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar tóku á móti Mosfellingunum frá Aftureldingu í kvöld en flautað var til leiks á Rafholtvellinum í 8.Umferð Inkasso deildar karla í kvöld. Afturelding fór með sigur af hólmi með tveimur mörkum gegn engu.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  2 Afturelding

„Bara mjög svekkjandi, virkilega döpur úrslit hjá okkar liði." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

Jafnræði hafði verið með liðunum framan af leik en þegar líða tók á leikinn áttu Mosfellingar skiptingu sem virtist gjörbreyta leiknum fyrir gestina.
„Þeir koma með mjög spræka stráka inn og þeir eru öflugir þessir tveir strákar sem komu inn en það er sama, við fengum nátturlega einhverja option-a hérna í seinni hálfleik raunverulega en við náðum ekki að nýta það nægilega vel og þeir gera bara svo sem ágætlega." 

Aðspurður um hvað hafi farið úrsleiðis í dag hafði Rafn Markús þetta að segja.
„Þeir skoruðu og ekki við en fyrst og síðast var þetta ekki nógu gott hjá okkur í heildina, vorum slakir í fyrri og komum svo mun sterkari hérna í seinni hálfleikinn og eftir markið raunverulega þá náðu þeir ekkert að ógna að neinu ráði en fyrst og síðast þá náum við ekki að skora og það er vont."

Athygli vakti í aðdraganda fyrsta marksins virtist vera sem brotið hafi verið á Brynjari Atla i marki Njarðvíkur en Njarðvíkingar voru svo ekki með neinn varamarkmann á bekknum hjá sér í dag.
„Ég sé það ekki frá okkar hlið, hann dæmdi mjög vel í dag og ég sá það ekki en allavega lá Brynjar eftir meiddur en ég hef ekki hugmynd um það."
„Pálmi er með þriðja flokki á Spáni og Jökull var ekki með okkur í dag."

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir