Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 20. júní 2019 22:33
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Virkilega döpur úrslit hjá okkar liði
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar tóku á móti Mosfellingunum frá Aftureldingu í kvöld en flautað var til leiks á Rafholtvellinum í 8.Umferð Inkasso deildar karla í kvöld. Afturelding fór með sigur af hólmi með tveimur mörkum gegn engu.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  2 Afturelding

„Bara mjög svekkjandi, virkilega döpur úrslit hjá okkar liði." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

Jafnræði hafði verið með liðunum framan af leik en þegar líða tók á leikinn áttu Mosfellingar skiptingu sem virtist gjörbreyta leiknum fyrir gestina.
„Þeir koma með mjög spræka stráka inn og þeir eru öflugir þessir tveir strákar sem komu inn en það er sama, við fengum nátturlega einhverja option-a hérna í seinni hálfleik raunverulega en við náðum ekki að nýta það nægilega vel og þeir gera bara svo sem ágætlega." 

Aðspurður um hvað hafi farið úrsleiðis í dag hafði Rafn Markús þetta að segja.
„Þeir skoruðu og ekki við en fyrst og síðast var þetta ekki nógu gott hjá okkur í heildina, vorum slakir í fyrri og komum svo mun sterkari hérna í seinni hálfleikinn og eftir markið raunverulega þá náðu þeir ekkert að ógna að neinu ráði en fyrst og síðast þá náum við ekki að skora og það er vont."

Athygli vakti í aðdraganda fyrsta marksins virtist vera sem brotið hafi verið á Brynjari Atla i marki Njarðvíkur en Njarðvíkingar voru svo ekki með neinn varamarkmann á bekknum hjá sér í dag.
„Ég sé það ekki frá okkar hlið, hann dæmdi mjög vel í dag og ég sá það ekki en allavega lá Brynjar eftir meiddur en ég hef ekki hugmynd um það."
„Pálmi er með þriðja flokki á Spáni og Jökull var ekki með okkur í dag."

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner