Newcastle lagði í dag fram nýtt tilboð sem hljóðar upp á 35 milljónir punda í Yoane Wissa framherja Brentford. Sú upphæð hefði svo getað hækkað um fimm milljónir punda með árangurstengdum greiðslum. Fyrra tilboði upp á 25+5 milljónir punda var hafnað fyrr í sumar.
David Ornstein, blaðamaður hjá The Athletic greinir frá því að Brentford hafi hafnað þessu nýjasta tilboði Newcastle. Hann segir frá því að árangurstengdu greiðslurnar hafi verið nokkuð langsóttar, mikið hefði þurft að gerast svo að Newcastle yrði gert að greiða fimm milljónirnar. Ekki er tekið fram hversu háa upphæð Brentford vill fá fyrir Wissa.
Fréttin var fyrst birt 13:45 og endurbirt 15:00 þegar fréttir af höfnun Brentford bárust.
Newcastle vill fá inn framherja, félagið missti Callum Wilson í sumar og Alexander Isak er í mikilli fýlu þar sem hann vill fara til Liverpool. Félagið hefur reynt við Joao Pedro, Liam Delap, Benjamin Sesko og Hugo Ekitike í sumar en þeir fóru til Chelsea, Manchester United og Liverpool.
David Ornstein, blaðamaður hjá The Athletic greinir frá því að Brentford hafi hafnað þessu nýjasta tilboði Newcastle. Hann segir frá því að árangurstengdu greiðslurnar hafi verið nokkuð langsóttar, mikið hefði þurft að gerast svo að Newcastle yrði gert að greiða fimm milljónirnar. Ekki er tekið fram hversu háa upphæð Brentford vill fá fyrir Wissa.
Fréttin var fyrst birt 13:45 og endurbirt 15:00 þegar fréttir af höfnun Brentford bárust.
Newcastle vill fá inn framherja, félagið missti Callum Wilson í sumar og Alexander Isak er í mikilli fýlu þar sem hann vill fara til Liverpool. Félagið hefur reynt við Joao Pedro, Liam Delap, Benjamin Sesko og Hugo Ekitike í sumar en þeir fóru til Chelsea, Manchester United og Liverpool.
Wissa verður 29 ára í næsta mánuði. Hann er fæddur í Frakklandi en er landsliðsmaður Lýðstjornarlýðveldisins Kongó. Nottingham Forest hefur einnig lagt fram tilboð í Wissa í sumar en því var hafnað.
Hann skoraði 19 mörk í 35 leikjum á síðasta tímabili með Brentford og lagði upp fimm mörk. Hann er samningsbundinn Brentford fram á næsta sumar.
Wissa var ekki með Brentford gegn Nottingham Forest, það var ákvörðun stjórans að Wissa myndi ekki spila leikinn vegna óvissu um hans framtíð.
Athugasemdir