Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 20. september 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sevilla og Napoli höfnuðu 60 milljónum frá Man City
Jules Koundé spilaði 70 leiki fyrir Bordeaux áður en hann var seldur til Spánar.
Jules Koundé spilaði 70 leiki fyrir Bordeaux áður en hann var seldur til Spánar.
Mynd: Getty Images
Manchester City er í leit að nýjum miðverði til að fullkomna leikmannahóp Pep Guardiola, sem hefur mikinn áhuga á Kalidou Koulibaly og Jules Koundé.

Spænskir og ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Napoli og Sevilla hafi hafnað tilboðum frá Man City í miðverðina sína, en tilboðin hljóðuðu bæði uppá 60 milljónir evra.

Napoli vill minnst 80 milljónir evra á meðan Sevilla segir hinn 21 árs gamla Koundé ekki vera til sölu. Hann er með söluákvæði sem hljóðar uppá 90 milljónir evra.

Sevilla borgaði 25 milljónir fyrir Koundé síðasta sumar og spilaði hann 40 leiki fyrir liðið á sínu fyrsta tímabili.

Guardiola vill losa sig við John Stones og Nicolas Otamendi en Nathan Aké og Aymeric Laporte geta einnig spilað sem miðverðir. Þá eru hinir efnilegu Eric Garcia og Philippe Sandler einnig í leikmannahópi City.
Athugasemdir
banner
banner
banner