Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   mið 20. september 2023 23:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Blikar stilltir á íslenskan tíma í Ísrael - „Ótrúlega gaman að gera eitthvað sem aðrir hafa ekki gert í sögu Íslands"
Oliver fagnaði eftir sigurinn gegn Struga í forkeppninni.
Oliver fagnaði eftir sigurinn gegn Struga í forkeppninni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Stýrir fagnaðarlátunum með stuðningsmönnum.
Stýrir fagnaðarlátunum með stuðningsmönnum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það verður áskorun fyrir okkur að bregðast við því
Það verður áskorun fyrir okkur að bregðast við því
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ég held að þetta sé stærra en við höldum
Ég held að þetta sé stærra en við höldum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er ekkert mál að fara í næsta leik, það er það besta við fótboltann
Það er ekkert mál að fara í næsta leik, það er það besta við fótboltann
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Aðstæður eru mjög góðar, við erum á frábæru hóteli, 30 gráður, sól og ótrúlega næs," sagði Oliver Sigurjónsson við Fótbolta.net í dag.

Oliver undirbýr sig nú, ásamt liðsfélögum sínum í Breiðabliki, fyrir fyrsta leik íslensks liðs í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Liðið mætir Maccabi Tel Aviv á Bloomfield leikvanginum í Tel Aviv annað kvöld.

„Á eftir er fundur þar sem við förum yfir planið og hvernig við nálgumst verkefnið. Það er æfing á eftir og svo leikurinn á morgun," sagði Oliver í hádeginu.

Lifa á íslenskum tíma
Leikurinn fer fram klukkan tíu, 22:00, á ísraelskum tíma. Er það eitthvað truflandi?

„Nei, það var mjög vel gert hjá þjálfurunum að leggja þetta þannig upp að við breytum ekki út frá íslenskum tíma á meðan við erum hér. Við erum ekkert búnir að snúa klukkunni, tókum af sjálfkrafa tímastillingu á símunum og erum bara á íslenskum tíma."

„Þannig þetta verður bara leikur klukkan 19:00 fyrir okkur. Við borðuðum morgunmat klukkan 12 á staðartíma sem er bara klukkan 9 heima. Ég held að það sé sniðug nálgun. Að spila klukkan 22 er ótrúlega skrítið en við erum í rauninni að spila klukkan 19."


Fóru vel yfir málin eftir síðasta leik
Hvernig er stemningin í hópnum að fara inn í þennan leik? Breiðablik er að prófa eitthvað alveg nýtt og spennandi en liðið fer inn í þennan leik eftir tvö töp í röð í Bestu deildinni.

Er hægt að ýta því alveg til hliðar?

„Við leikmenn og þjálfarar spjölluðum vel saman eftir síðasta leik og það er ekkert mál að snúa sér að einhverju öðru verkefni núna. Eins og gefur að skilja þá fer maður í alla leiki til að ná góðri frammistöðu og vinna. Það er eitthvað sem við munum 100% reyna gera í leiknum á morgun."

„Við förum yfir leikplanið á fundinum á eftir, en það er augljóslega að ná góðri frammistöðu og að halda, að mér skilst, í okkar gildi og það sem við viljum standa fyrir sem lið. Það er ekkert mál að fara í næsta leik, það er það besta við fótboltann."


Eins og fyrir rithöfund að ákveða hvað skal skrifa
Hvernig er að fara skrifa söguna?

„Ég veit það ekki alveg. Þetta er örugglega eins og fyrir einhvern rithöfund sem er að fara setjast niður og ákveða hvað hann ætlar að skrifa í nýju bókina sína."

„Maður fer einhvern veginn inn í þetta í blindni. Ég held að þetta sé stærra en við höldum og held að þetta lið sé líka ótrúlega gott. Það verður held ég alveg æðislegt sem aðrir hafa ekki gert áður."

„Ég er svo heppinn að ég hef farið á lokamót EM í U17 og hef upplifað hvernig umfangið er í kringum UEFA og svona. Ég hef samt ekki upplifað hvernig umfangið er í kringum svona leik; þetta marga áhorfendur. Það verður ótrúlega gaman að gera eitthvað sem aðrir hafa ekki gert í sögu Íslands."


Ekki margir upplifað þessar aðstæður
Það verður kolniðamyrkur þegar leikurinn hefst á morgun.

„Það verður alveg myrkur á þessum tíma. Það sem maður hefur séð úr leikjum liðsins síðustu ár er að það er alvöru stemning á vellinum. Þetta verður ótrúlega skemmtilegt."

„Það verður örugglega skrítið að upplifa hitann, rakann og öll lætin á meðan leikurinn er í gangi. Það hafa ekki margir í okkar liði upplifað þessar aðstæður. Það verður áskorun fyrir okkur að bregðast við því. Við viljum ná fram góðri frammistöðu og halda í okkar leikplan í þessum aðstæðum."


Veit hver þjálfarinn er og að framherjinn er öflugur
Fyrir fundinn, hvað er það sem þú veist um andstæðingana?

„Ég veit að þjálfarinn er Robbie Keane [fyrrum framherji Tottenham] og það hefur aðeins verið rætt um framherjann (Eran Zahavi) sem hefur gert góða hluti í hollensku deildinni. Meira veit ég ekki."

„Það hefur líka verið gott að vera ekki að pæla of mikið í þeim. Einbeitingin var á FH leiknum, vildum ná góðri frammistöðu sem gekk ekki nógu vel og í kjölfarið fór einbeitingin á Maccabi. Við ætlum að gera okkur allra besta í leiknum á morgun,"
sagði Oliver.

Sjá einnig:
Robbie Keane gegn Óskari Hrafni

Leikurinn á morgun verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í textalýsingu hér á Fótbolti.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner