Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Alls ekki leikur sem við eigum að tapa 3-1
Viktor Jóns um að tengja saman sigra: Búnir að bíða lengi eftir þessu
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Heilt yfir bara jafn leikur ólíkra liða
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 20. september 2024 21:03
Sölvi Haraldsson
Óli Kristjáns: Var súr að hafa ekki skorað
Kvenaboltinn
Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar.
Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég og John (Andrews) vorum að spaugast með það eftir leik að við vildum fá opnari leik. Þetta var aðeins skárra í seinni hálfleiknum. Sanngjarnt? Ég veit það ekki en ég er ánægður að við komum til baka. Við eigum svo sennilega stærsta færi leiksins í lokin þar sem hefði verið gaman að skora.“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir 1-1 jafntefli við Víking Reykjavík í Víkinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 Þróttur R.

Leikirnir milli liðanna í sumar hafa verið býsna jafnir, afhverju er það?

Við lögðum þessu upp þannig að þora og kasta meira fram. Varnir hvers lið núlluðu sóknarleik hvors liðs út. Það eru sterkir varnarmenn í báðum liðum sem lokuðu á þetta. Þú getur aldrei stjórnað hvernig leikir verða. Víkingar byrjuðu seinni hálfleikinn betur en svo núllaðist þetta út. Ég held að þegar öllu er á botninn hvolft að liðin eru nokkuð áþekt.“

Ólafur segist vera ánægður með alla sína leikmenn í dag.

Ég var ánægður með alla á vellinum í dag. Gaman að Þórey og Þórdís komu inn á. Þórdís er með markanef og var súr að hafa ekki skorað, ég sagði við hana að hún á eftir að koma sér aftur í svona færi og skora. Andardrátturinn ör og púlsinn hár.“

Þróttur á Þór/KA næst en hvernig leggjast þessir leikir í Ólaf og liðið?

Bara spennandi. Þessi leikur og seinustu leikir sér maður að engin er búin að kasta inn handklæðinu. Það er bara að halda áfram og undirbúa sig vel fyrir næstu leiki.

Sagði Ólafur en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner