Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 20. september 2024 21:03
Sölvi Haraldsson
Óli Kristjáns: Var súr að hafa ekki skorað
Kvenaboltinn
Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar.
Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég og John (Andrews) vorum að spaugast með það eftir leik að við vildum fá opnari leik. Þetta var aðeins skárra í seinni hálfleiknum. Sanngjarnt? Ég veit það ekki en ég er ánægður að við komum til baka. Við eigum svo sennilega stærsta færi leiksins í lokin þar sem hefði verið gaman að skora.“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir 1-1 jafntefli við Víking Reykjavík í Víkinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 Þróttur R.

Leikirnir milli liðanna í sumar hafa verið býsna jafnir, afhverju er það?

Við lögðum þessu upp þannig að þora og kasta meira fram. Varnir hvers lið núlluðu sóknarleik hvors liðs út. Það eru sterkir varnarmenn í báðum liðum sem lokuðu á þetta. Þú getur aldrei stjórnað hvernig leikir verða. Víkingar byrjuðu seinni hálfleikinn betur en svo núllaðist þetta út. Ég held að þegar öllu er á botninn hvolft að liðin eru nokkuð áþekt.“

Ólafur segist vera ánægður með alla sína leikmenn í dag.

Ég var ánægður með alla á vellinum í dag. Gaman að Þórey og Þórdís komu inn á. Þórdís er með markanef og var súr að hafa ekki skorað, ég sagði við hana að hún á eftir að koma sér aftur í svona færi og skora. Andardrátturinn ör og púlsinn hár.“

Þróttur á Þór/KA næst en hvernig leggjast þessir leikir í Ólaf og liðið?

Bara spennandi. Þessi leikur og seinustu leikir sér maður að engin er búin að kasta inn handklæðinu. Það er bara að halda áfram og undirbúa sig vel fyrir næstu leiki.

Sagði Ólafur en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner