Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   fös 20. september 2024 21:03
Sölvi Haraldsson
Óli Kristjáns: Var súr að hafa ekki skorað
Kvenaboltinn
Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar.
Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég og John (Andrews) vorum að spaugast með það eftir leik að við vildum fá opnari leik. Þetta var aðeins skárra í seinni hálfleiknum. Sanngjarnt? Ég veit það ekki en ég er ánægður að við komum til baka. Við eigum svo sennilega stærsta færi leiksins í lokin þar sem hefði verið gaman að skora.“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir 1-1 jafntefli við Víking Reykjavík í Víkinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 Þróttur R.

Leikirnir milli liðanna í sumar hafa verið býsna jafnir, afhverju er það?

Við lögðum þessu upp þannig að þora og kasta meira fram. Varnir hvers lið núlluðu sóknarleik hvors liðs út. Það eru sterkir varnarmenn í báðum liðum sem lokuðu á þetta. Þú getur aldrei stjórnað hvernig leikir verða. Víkingar byrjuðu seinni hálfleikinn betur en svo núllaðist þetta út. Ég held að þegar öllu er á botninn hvolft að liðin eru nokkuð áþekt.“

Ólafur segist vera ánægður með alla sína leikmenn í dag.

Ég var ánægður með alla á vellinum í dag. Gaman að Þórey og Þórdís komu inn á. Þórdís er með markanef og var súr að hafa ekki skorað, ég sagði við hana að hún á eftir að koma sér aftur í svona færi og skora. Andardrátturinn ör og púlsinn hár.“

Þróttur á Þór/KA næst en hvernig leggjast þessir leikir í Ólaf og liðið?

Bara spennandi. Þessi leikur og seinustu leikir sér maður að engin er búin að kasta inn handklæðinu. Það er bara að halda áfram og undirbúa sig vel fyrir næstu leiki.

Sagði Ólafur en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner