„Ég og John (Andrews) vorum að spaugast með það eftir leik að við vildum fá opnari leik. Þetta var aðeins skárra í seinni hálfleiknum. Sanngjarnt? Ég veit það ekki en ég er ánægður að við komum til baka. Við eigum svo sennilega stærsta færi leiksins í lokin þar sem hefði verið gaman að skora.“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir 1-1 jafntefli við Víking Reykjavík í Víkinni í kvöld.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 1 Þróttur R.
Leikirnir milli liðanna í sumar hafa verið býsna jafnir, afhverju er það?
„Við lögðum þessu upp þannig að þora og kasta meira fram. Varnir hvers lið núlluðu sóknarleik hvors liðs út. Það eru sterkir varnarmenn í báðum liðum sem lokuðu á þetta. Þú getur aldrei stjórnað hvernig leikir verða. Víkingar byrjuðu seinni hálfleikinn betur en svo núllaðist þetta út. Ég held að þegar öllu er á botninn hvolft að liðin eru nokkuð áþekt.“
Ólafur segist vera ánægður með alla sína leikmenn í dag.
„Ég var ánægður með alla á vellinum í dag. Gaman að Þórey og Þórdís komu inn á. Þórdís er með markanef og var súr að hafa ekki skorað, ég sagði við hana að hún á eftir að koma sér aftur í svona færi og skora. Andardrátturinn ör og púlsinn hár.“
Þróttur á Þór/KA næst en hvernig leggjast þessir leikir í Ólaf og liðið?
„Bara spennandi. Þessi leikur og seinustu leikir sér maður að engin er búin að kasta inn handklæðinu. Það er bara að halda áfram og undirbúa sig vel fyrir næstu leiki.“
Sagði Ólafur en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.