Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
Sterkastur í 7. umferð: Núna er ég kominn ofar á völlinn og þá komu mörk
Ómar Ingi: Er að komast upp á lagið að halda minna með honum
Gummi Magg: Það var sætt að sjá hann í netinu
Haraldur Freyr: Hann allavega brýtur á honum
„Veit ekki hvort hann verði klár í næsta leik, þarnæsta eða eftir tíu leiki"
Jón Þór: Hann bjargaði stigi fyrir okkur í dag
Jason Daði: Ég er leikmaður Breiðabliks og er mjög sáttur hér
Frans: Refsuðum þeim þegar boltinn skoppaði aðeins á grasinu
Jökull: Sendu fullorðna menn að biðja þá um að gera þetta hægt
Rúnar Kristins: Góður varnarleikur, misheppnuð færi og góðir markmenn
Magnús Már: Þetta er ekki "RUPL" þetta er fokking rugl
Dóri Árna: Eins og að fá nýjan leikmann í okkar hóp
Ungstirnið nýtur þess að spila með Fram - „Ekki til betri tilfinning fyrir mig"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Lét Ryder heyra það eftir leik
Sveinn Margeir ósammála Mána: Geggjað tækifæri í námi og fótbolta
Viðar Örn: Heyri fullt af hlutum um mig og í svona 98% tilvika er það kjaftæði
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
banner
   sun 21. apríl 2024 18:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var alls ekki ánægður með frammistöðu liðsins eftir tap gegn Vestra á Greifavellinum í dag.


Lestu um leikinn: KA 0 -  1 Vestri

„Ég er svekktur með ekki nógu góða frammistöðu. Ég sagði við strákana að ég væri meira svekktur með frammistöðuna en að fá á okkur mark á 92. mínútu. Við þurfum að gera betur, hinar tvær frammistöðurnar voru klárlega betri en í dag. Við áttum ekki skilið að vinna, nú er það bara að standa saman og gera betur það er það eina í stöðunni," sagði Haddi.

Liðið er aðeins með eitt stig eftir þrjá heimaleiki.

„Það er ekki nógu gott og við vitum það og þeir eru allir á heimavelli. Nú reynir á og við stöndum saman, gröfum aðeins hvað við þurfum að gera betur til að fá stig. Förum á æfingasvæðið og förum yfir þá hluti og erum klárir í bikarnum á fimmtudaginn gegn ÍR," sagði Haddi.

Haddi var spurður að því hvort hann búist við styrkingum á leikmannamarkaðinum áður en hann lokar á fimmtudaginn.

„Ég er ekki að fókusera á það. Við þurfum að fara finna okkur, vera við sjálfir aftur. Við þurfum að fá meiri gleði í þetta, hlaupa fyrir hvorn annan og fara að vinna fótboltaleiki," sagði Haddi.


Athugasemdir
banner
banner
banner