Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
   fös 21. júní 2024 21:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
,,Á ekki að hafa áhyggjur eins og maður hafði”
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn
Jóhann Kristinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur Anna Birgisdóttir
Hildur Anna Birgisdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór/KA lagði Fylki af velli í Bestu deild kvenna í kvöld. Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari liðsins var sáttur í leikslok en þetta var torsóttur sigur.


Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  1 Fylkir

„Eins og við vissum fyrirfram var þetta erfitt og torsótt og ofan á það fannst mér við gera þetta okkur erfitt fyrir í fyrri hálfleiknum," sagði Jóhann Kristinn.

„Þetta var ekki ókunn uppskrift af því að lið sem á að vera sterkara fyrirfram er að byrja að skvetta á hitt liðið en svo þegar þú færð ekkert út úr því eykst vonin hjá liðinu sem var hrætt í byrjun og þannig jafnast leikurinn. Þær eru með gæði í liðinu og gott plan, þær gerðu vel í fyrri hálfleik en að sama skapi fannst mér við geta gert betur en stelpurnar finna alltaf leið. Maður á ekki að hafa áhyggjur eins og maður hafði kannski á kafla undir lok fyrri hálfleiksins því þær gefast aldrei upp."

Hildur Anna Birgisdóttir skoraði glæsilegt mark en þetta var annað markið hennar í röð fyrir félagið.

„Hún er mögnuð, þegar þetta tæki hittir boltann þá er það eins og sé hleypt af skoti. Ég var ánægður með öll mörkin, flott að Lara kæmist á blað líka," sagði Jóhann Kristinn.

Þá kom Karen María Sigurgeirsdóttir inn á sem varamaður en hún er að koma til baka eftir að hafa fengið botnlangakast fyrr í þessum mánuði.

„Það er gríðarlega jákvætt. Hún er nýkomin aftur af stað og mér finnst hún mjög fersk. Augsýnilega er hún botnlanganum léttari," sagði Jóhann Kristinn.


Athugasemdir
banner
banner