Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   fös 21. júní 2024 21:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
,,Á ekki að hafa áhyggjur eins og maður hafði”
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn
Jóhann Kristinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur Anna Birgisdóttir
Hildur Anna Birgisdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór/KA lagði Fylki af velli í Bestu deild kvenna í kvöld. Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari liðsins var sáttur í leikslok en þetta var torsóttur sigur.


Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  1 Fylkir

„Eins og við vissum fyrirfram var þetta erfitt og torsótt og ofan á það fannst mér við gera þetta okkur erfitt fyrir í fyrri hálfleiknum," sagði Jóhann Kristinn.

„Þetta var ekki ókunn uppskrift af því að lið sem á að vera sterkara fyrirfram er að byrja að skvetta á hitt liðið en svo þegar þú færð ekkert út úr því eykst vonin hjá liðinu sem var hrætt í byrjun og þannig jafnast leikurinn. Þær eru með gæði í liðinu og gott plan, þær gerðu vel í fyrri hálfleik en að sama skapi fannst mér við geta gert betur en stelpurnar finna alltaf leið. Maður á ekki að hafa áhyggjur eins og maður hafði kannski á kafla undir lok fyrri hálfleiksins því þær gefast aldrei upp."

Hildur Anna Birgisdóttir skoraði glæsilegt mark en þetta var annað markið hennar í röð fyrir félagið.

„Hún er mögnuð, þegar þetta tæki hittir boltann þá er það eins og sé hleypt af skoti. Ég var ánægður með öll mörkin, flott að Lara kæmist á blað líka," sagði Jóhann Kristinn.

Þá kom Karen María Sigurgeirsdóttir inn á sem varamaður en hún er að koma til baka eftir að hafa fengið botnlangakast fyrr í þessum mánuði.

„Það er gríðarlega jákvætt. Hún er nýkomin aftur af stað og mér finnst hún mjög fersk. Augsýnilega er hún botnlanganum léttari," sagði Jóhann Kristinn.


Athugasemdir
banner