Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
   sun 21. júlí 2024 22:00
Stefán Marteinn Ólafsson
Helgi Fróði: Hann er sá langbesti í deildinni
,,Verð að vera duglegri að setja’nn”
Helgi Fróði Ingason skoraði annað mark Stjörnunnar
Helgi Fróði Ingason skoraði annað mark Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjörnumenn tóku á móti Fylki á Samsungvellinum í kvöld þegar 15.umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni.

Stjarnan gat með sigri í kvöld lyft sér upp í efri hluta töflunnar. Það var þolinmæðisverk en Stjörnumenn fóru með sigur af hólmi.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Fylkir

„Góður sigur og við þurftum að vera þolinmóðir í dag. Þeir lágu mjög neðarlega og við þurftum að hreyfa þá og færin komu í endan og við nýttum þau." Sagði Helgi Fróði Ingason eftir leikinn í kvöld en hann skoraði annað mark Stjörnunnar sem endanlega tryggði sigurinn. 

Sigurin í kvöld var mikið þolinmæðisverk fyrir Stjörnumenn en þeir áttu þó ása uppi í erminni í leikmönnum eins og Emil Atlasyni sem komu inn og breyttu leiknum. 

„Hann er nátturlega frábær striker og langbesti í deildinni. Við gátum krossað og hann gefur okkur aðra dýnamík inn í liðið." 

Það er stutt á milli leikja hjá Stjörnunni og finnst Helga Fróða það lang skemmtilegast. 

„Jú það er lang skemmtilegast. Keppa, æfing, keppa það er lang skemmtilegast." 

Helgi Fróði skoraði annað mark Stjörnunnar sem tryggði sigurinn í kvöld.

„Það var mjög sætt. Ég verð að vera duglegri að setja hann og það var mjög sætt að sjá hann inni." 

Nánar er rætt við Helga Fróða Ingason í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner