Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   sun 22. september 2013 18:35
Alexander Freyr Tamimi
Óli Kristjáns: Púlsinn má ekki vera 220 þegar þú ert að dæma
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega svekktur eftir að Evrópudraumur liðsins var úr sögunni í kjölfar 3-2 taps gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni í kvöld.

Hann óskaði þó Stjörnunni til hamingju með Evrópusætið, sem Blikar hafa einmitt tekið af félaginu undanfarin tvö ár.

,,Þetta eru vonbrigði, ég vil bara byrja á að óska Stjörnunni til hamingju með að hafa náð þessu þriðja sæti. Það er áfangi hjá hverju félagi að ná Evrópusæti og þeir hafa náð því verðskuldað," sagði Ólafur við Fótbolta.net.

,,Ég vil meina að möguleikar okkar hafi kannski ekki farið hérna í dag, en auðvitað var þetta síðasta hálmstráið sem við höfðum. Við reyndum að ná því í seinni hálfleik en það tókst ekki. Árangur er ekki bein lína og við verðum bara að skoða hvað við getum gert betur.“

Ólafur var ekkert allt of sáttur með dómarann Þorvald Árnason og þá ákvörðun hans að spjalda Árna Vilhjálmsson fyrir dýfu.

,,Ég er bara alveg sannfærður um að Árni var ekki að dýfa sér eins og þetta leit við mér. Ég held að Tryggvi hafi ekki ætlað að brjóta á honum, en hins vegar steig hann ofan á löppina á honum. Þorvaldur var fljótur upp með spjald í síðustu umferð og hann var aftur fljótur upp með spjaldið núna. Púlsinn má ekki vera 220 þegar þú ert að dæma, hann verður að vera aðeins lægri. Ef hann mat þetta sem svo að þetta væri ekki vítaspyrna, þá bara áfram með leikinn,“ sagði Ólafur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner