Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   sun 22. september 2013 18:35
Alexander Freyr Tamimi
Óli Kristjáns: Púlsinn má ekki vera 220 þegar þú ert að dæma
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega svekktur eftir að Evrópudraumur liðsins var úr sögunni í kjölfar 3-2 taps gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni í kvöld.

Hann óskaði þó Stjörnunni til hamingju með Evrópusætið, sem Blikar hafa einmitt tekið af félaginu undanfarin tvö ár.

,,Þetta eru vonbrigði, ég vil bara byrja á að óska Stjörnunni til hamingju með að hafa náð þessu þriðja sæti. Það er áfangi hjá hverju félagi að ná Evrópusæti og þeir hafa náð því verðskuldað," sagði Ólafur við Fótbolta.net.

,,Ég vil meina að möguleikar okkar hafi kannski ekki farið hérna í dag, en auðvitað var þetta síðasta hálmstráið sem við höfðum. Við reyndum að ná því í seinni hálfleik en það tókst ekki. Árangur er ekki bein lína og við verðum bara að skoða hvað við getum gert betur.“

Ólafur var ekkert allt of sáttur með dómarann Þorvald Árnason og þá ákvörðun hans að spjalda Árna Vilhjálmsson fyrir dýfu.

,,Ég er bara alveg sannfærður um að Árni var ekki að dýfa sér eins og þetta leit við mér. Ég held að Tryggvi hafi ekki ætlað að brjóta á honum, en hins vegar steig hann ofan á löppina á honum. Þorvaldur var fljótur upp með spjald í síðustu umferð og hann var aftur fljótur upp með spjaldið núna. Púlsinn má ekki vera 220 þegar þú ert að dæma, hann verður að vera aðeins lægri. Ef hann mat þetta sem svo að þetta væri ekki vítaspyrna, þá bara áfram með leikinn,“ sagði Ólafur.
Athugasemdir
banner
banner