Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
   sun 22. september 2013 18:35
Alexander Freyr Tamimi
Óli Kristjáns: Púlsinn má ekki vera 220 þegar þú ert að dæma
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega svekktur eftir að Evrópudraumur liðsins var úr sögunni í kjölfar 3-2 taps gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni í kvöld.

Hann óskaði þó Stjörnunni til hamingju með Evrópusætið, sem Blikar hafa einmitt tekið af félaginu undanfarin tvö ár.

,,Þetta eru vonbrigði, ég vil bara byrja á að óska Stjörnunni til hamingju með að hafa náð þessu þriðja sæti. Það er áfangi hjá hverju félagi að ná Evrópusæti og þeir hafa náð því verðskuldað," sagði Ólafur við Fótbolta.net.

,,Ég vil meina að möguleikar okkar hafi kannski ekki farið hérna í dag, en auðvitað var þetta síðasta hálmstráið sem við höfðum. Við reyndum að ná því í seinni hálfleik en það tókst ekki. Árangur er ekki bein lína og við verðum bara að skoða hvað við getum gert betur.“

Ólafur var ekkert allt of sáttur með dómarann Þorvald Árnason og þá ákvörðun hans að spjalda Árna Vilhjálmsson fyrir dýfu.

,,Ég er bara alveg sannfærður um að Árni var ekki að dýfa sér eins og þetta leit við mér. Ég held að Tryggvi hafi ekki ætlað að brjóta á honum, en hins vegar steig hann ofan á löppina á honum. Þorvaldur var fljótur upp með spjald í síðustu umferð og hann var aftur fljótur upp með spjaldið núna. Púlsinn má ekki vera 220 þegar þú ert að dæma, hann verður að vera aðeins lægri. Ef hann mat þetta sem svo að þetta væri ekki vítaspyrna, þá bara áfram með leikinn,“ sagði Ólafur.
Athugasemdir
banner