Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
Heimir: Vonbrigði að fá ekki meira út úr leiknum
Addi Grétars: Með ólíkindum að Gylfi hafi ekki séð það
Sindri: Viðurkenni að ég beið smá eftir flautinu og ánægjulegt að það kom ekki
Birkir Már: Óþolandi að línuvörðurinn sjái ekki að markvörðurinn ver fyrir utan teig
Helgi Guðjóns: Ég sá þetta sem klárt víti
Arnar Gunnlaugs: Þú getur alveg eins flippað coin til að ákveða hverjir myndu vinna
Jón Þór: Hann hrynur í jörðina eins og hann hafi verið kýldur og nefbrotinn
Kristrún Ýr: þetta er bara klassískt Keflvískt veður
Gregg Ryder: Við gáfum þeim tvö mörk
Ólafur Kristjáns: Annaðhvort skríður þú undir stein og felur þig eða ferð upp á steininn
Davíð Smári: Heilt yfir pínu svekktur að hafa ekki náð að klára þetta
Árni Guðna: Þetta var bara hræðilegt
Arnar Daníel: Það toppar þetta ekkert
Dragan svekktur að vinna ekki einum færri - „Hafi 120% verið mark"
Chris Brazell: Ég held ég þurfi að leggjast niður
Fúsi: Við búum á Íslandi og stundum er rok
Brynjar Björn: Getum viðurkennt að við vorum örlítið heppnir
Haraldur Freyr: Þetta var bardagaleikur
Maggi Már svekktur með spilamennskuna: Strákarnir vita það, við vitum það
Fyrri hálfleikurinn ævintýralega slakur - „Til skammar"
   sun 22. september 2013 18:35
Alexander Freyr Tamimi
Óli Kristjáns: Púlsinn má ekki vera 220 þegar þú ert að dæma
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega svekktur eftir að Evrópudraumur liðsins var úr sögunni í kjölfar 3-2 taps gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni í kvöld.

Hann óskaði þó Stjörnunni til hamingju með Evrópusætið, sem Blikar hafa einmitt tekið af félaginu undanfarin tvö ár.

,,Þetta eru vonbrigði, ég vil bara byrja á að óska Stjörnunni til hamingju með að hafa náð þessu þriðja sæti. Það er áfangi hjá hverju félagi að ná Evrópusæti og þeir hafa náð því verðskuldað," sagði Ólafur við Fótbolta.net.

,,Ég vil meina að möguleikar okkar hafi kannski ekki farið hérna í dag, en auðvitað var þetta síðasta hálmstráið sem við höfðum. Við reyndum að ná því í seinni hálfleik en það tókst ekki. Árangur er ekki bein lína og við verðum bara að skoða hvað við getum gert betur.“

Ólafur var ekkert allt of sáttur með dómarann Þorvald Árnason og þá ákvörðun hans að spjalda Árna Vilhjálmsson fyrir dýfu.

,,Ég er bara alveg sannfærður um að Árni var ekki að dýfa sér eins og þetta leit við mér. Ég held að Tryggvi hafi ekki ætlað að brjóta á honum, en hins vegar steig hann ofan á löppina á honum. Þorvaldur var fljótur upp með spjald í síðustu umferð og hann var aftur fljótur upp með spjaldið núna. Púlsinn má ekki vera 220 þegar þú ert að dæma, hann verður að vera aðeins lægri. Ef hann mat þetta sem svo að þetta væri ekki vítaspyrna, þá bara áfram með leikinn,“ sagði Ólafur.
Athugasemdir
banner
banner
banner