Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 22. september 2013 18:35
Alexander Freyr Tamimi
Óli Kristjáns: Púlsinn má ekki vera 220 þegar þú ert að dæma
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega svekktur eftir að Evrópudraumur liðsins var úr sögunni í kjölfar 3-2 taps gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni í kvöld.

Hann óskaði þó Stjörnunni til hamingju með Evrópusætið, sem Blikar hafa einmitt tekið af félaginu undanfarin tvö ár.

,,Þetta eru vonbrigði, ég vil bara byrja á að óska Stjörnunni til hamingju með að hafa náð þessu þriðja sæti. Það er áfangi hjá hverju félagi að ná Evrópusæti og þeir hafa náð því verðskuldað," sagði Ólafur við Fótbolta.net.

,,Ég vil meina að möguleikar okkar hafi kannski ekki farið hérna í dag, en auðvitað var þetta síðasta hálmstráið sem við höfðum. Við reyndum að ná því í seinni hálfleik en það tókst ekki. Árangur er ekki bein lína og við verðum bara að skoða hvað við getum gert betur.“

Ólafur var ekkert allt of sáttur með dómarann Þorvald Árnason og þá ákvörðun hans að spjalda Árna Vilhjálmsson fyrir dýfu.

,,Ég er bara alveg sannfærður um að Árni var ekki að dýfa sér eins og þetta leit við mér. Ég held að Tryggvi hafi ekki ætlað að brjóta á honum, en hins vegar steig hann ofan á löppina á honum. Þorvaldur var fljótur upp með spjald í síðustu umferð og hann var aftur fljótur upp með spjaldið núna. Púlsinn má ekki vera 220 þegar þú ert að dæma, hann verður að vera aðeins lægri. Ef hann mat þetta sem svo að þetta væri ekki vítaspyrna, þá bara áfram með leikinn,“ sagði Ólafur.
Athugasemdir
banner
banner