Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
   fim 23. september 2021 21:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gústi Gylfa þakkar fyrir sig: Vil hrósa klúbbnum fyrir síðustu tvö ár
Lengjudeildin
Ágúst Gylfason
Ágúst Gylfason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Síðasti leikur á Nesinu fyrir mig. Það er súrt að tapa en mér fannst við eiga skilið að fá meira úr leiknum," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, eftir leik gegn ÍBV í dag. Leikurinn var síðasti leikur Gústa sem þjálfari Gróttu.

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  3 ÍBV

Lítið var undir í leiknum og veðrið var ekkert sérstakt. Var ekkert talað um að semja um jafntefli í þessum leik? „Nei, að sjálfsögðu viljum við klára leikinn og mótið á sómasamlegan hátt. Bæði lið spiluðu nokkuð góðan fótbolta."

„Nú er mótið búið og við tökum upp úr kössunum. Við lendum annað hvort í 5. eða 6. sæti. Fyrir mína hönd vil ég hrósa klúbbnum fyrir síðustu tvö ár og þakka stuðningsmönnum, leikmönnum og öllu Seltjarnarnesinu fyrir mig. Þetta er búið að vera mjög mikil áskorun og skemmtilegur tími, allt hrós á það sem er verið að gera hérna á Nesinu, komið verulega á óvart."


Hvað tekur við hjá þér? „Það er ekki komið í ljós. Ég er að fara í frí á laugardaginn í 10 daga á í aðeins betra veður en er hér."

Ætlaru að vera áfram í þjálfun? „já, ég stefni allavega að því en við sjáum svo til hvað verður."

Hafa einhver félög haft samband? „Ekki formlega, nei," sagði Gústi.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan, Þar er rætt nánar um leikinn og aðeins um Pétur Theódór Árnason.
Athugasemdir
banner