Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   fim 24. september 2020 19:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Haukur Páll: Við megum ekkert slaka á
Haukur Páll Sigurðsson.
Haukur Páll Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara gaman að vinna leiki," sagði Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, eftir 4-1 sigur á FH í toppslag Pepsi Max-deildarinnar.

Lestu um leikinn: FH 1 -  4 Valur

„Þetta var erfiður leikur, FH er með mjög gott lið. Við komumst í 2-0 og við fáum á okkur klaufalegt mark. Svo komum við hrikalega sterkt inn í seinni hálfleikinn og eftir að þeir fá rautt spjald var þetta aldrei spurning."

Útlit er fyrir það að Valur sé að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn eftir erfitt síðasta tímabil. Liðið er núna með 11 stiga forystu á toppi deildarinnar.

„Við fórum ekki mikið yfir síðasta tímabil, það komu bara nýir þjálfarar með sínar áherslur; þeir hafa komið mjög vel inn. Þótt að tímabilið hafi ekki byrjað vel þá var ekkert panikk, við héldum í okkar skipulag og erum búnir að vera flottir."

„Við megum ekkert slaka á, við ætlum að halda áfram og keyra út þetta tímabil. Við verðum klárir í næsta leik sem er erfiður leik gegn Breiðabliki."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner