Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
banner
   sun 24. september 2023 20:20
Haraldur Örn Haraldsson
Harley um skiptin í KA: Fyrir mér er rígurinn ekki neitt því ég er ekki íslenskur
watermark
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Harley Willard leikmaður KA skoraði 2 mörk í kvöld í 4-2 sigri gegn Fylki. Harley spilaði ekki mikið í byrjun tímabilsins en hefur verið að koma meira inn í liðið hjá KA upp á síðkastið og spilað vel. Hann var ánægður með sigurinn í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  4 KA

„Þetta var góður leikur í erfiðum aðstæðum, það rigndi mjög mikið og örlítið hvasst en mér fannst við höndla það vel og það er alltaf gott að ná í 3 stig."

Harley hefur smá sögu með Fylki þar sem hann var mjög stutt hjá félaginu eitt sinn og svo hefur honum tekist að skora nokkuð oft gegn þeim. Er það þá eitthvað sérstakt við að mæta Fylki?

„Mér líður alveg eins að spila við þá og öll önnur lið ef ég á að segja alveg eins og er. Ég ber engan illvilja gegn þeim, ég bara spila minn leik og ég skoraði öll 4 mörkin mín í sumar gegn þeim þannig, það er bara eins og það er."

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA hefur spilað Harley upp á síðkastið á miðjunni en hann hefur yfirleitt verið þekktur sem kantmaður. Harley hefur hinsvegar spilað vel á miðjunni og það gæti verið hans framtíðarstaða.

„Ég spilaði reyndar ekkert svo mikið á svona 15-16 fyrstu leikjunum en þegar ég fékk tækifærið fannst mér ég sýna að ég get spilað á þessu leveli. Það voru margir sem héldu að það væri ekki svo og margir sem sögðu að ég gæti það ekki. Þannig að það skiptir ekki máli hvar ég spila á vellinum, ég get alltaf skilað mínu og mér finnst ég vera að sýna það."

Harley kom til KA frá þeirra erkifjendum Þór. Það getur verið umdeilt en hann segir að það hafi ekki verið erfið ákvörðun og sér ekki eftir neinu.

„Ég er ekki íslenskur þannig að fyrir mér er rígurinn ekki neitt því ég er ekki íslenskur. Ég vil bara spila á hæsta leveli sem ég get og þegar KA kom að borðinu þá var ég varla að fara segja nei. Að spila í Evrópu og spila í efstu deild fyrir liðið sem endaði í 2. sæti. Það er frábært tækifæri þannig að ég er ánægður að ég tók því."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner