Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   sun 25. febrúar 2024 12:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Icelandair
Alexandra á æfingu í dag.
Alexandra á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra átti flottan leik úti í Serbíu.
Alexandra átti flottan leik úti í Serbíu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Stelpurnar spila seinni leikinn við Serbíu á þriðjudag.
Stelpurnar spila seinni leikinn við Serbíu á þriðjudag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það fer bara eftir því hvaða síðu þú lítur. Ég held að Hlín sé skráð fyrir markinu á UEFA og á KSÍ er ég skráð fyrir markinu," sagði Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins á Kópavogsvelli í dag.

Hún virtist skora eina mark Íslands í jafnteflinu gegn Serbíu síðastliðinn föstudag en það eru mismunandi skoðanir á því hvort hún hafi skorað eða ekki.

Lestu um leikinn: Serbía 1 -  1 Ísland


„Ég held að Glódís hafi skallað hann og svo held ég að ég hafi tekið hann með maganum eða eitthvað. Svo fer hann í varnarmann og inn. Kannski er þetta bara sjálfsmark. Ég er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark," sagði Alexandra og hló.

Ekki besti leikur sem við höfum spilað
En hvernig fannst henni fyrri leikurinn gegn Serbíu?

„Þetta er ekki besti leikur sem við höfum spilað. Við byrjuðum illa og mér fannst við vera eftir á í mörgu. Þegar þær misstu mann út af þá kom ró yfir liðið. 'Förum bara að spila boltanum' og við þurfum að bæta það fyrir þriðjudaginn."

Seinni leikurinn er á þriðjudaginn en staðan er jöfn fyrir þann leik. Það er mikilvægt fyrir Ísland að vinna þetta einvígi og halda sér í A-deild Þjóðadeildarinnar.

„Mér fannst við gera ágætlega í föstum leikatriðum og sköpum færi nánast í hvert skipti sem við fáum fast leikatriði. Við þurfum að nýta það enn betur og við þurfum að nýta okkar styrkleika enn betur," segir Alexandra en það hjálpar klárlega að fá innköstin frá Sveindísi Jane Jónsdóttur aftur inn í okkar leik.

Alexandra býst við öðruvísi leik á Kópavogsvelli en í Serbíu. „Ég trúi því að við förum með meira sjálfstraust inn í leikinn, setjum kassann út og mætum 100 prósent. Ég fer inn í alla leiki til að vinna og ég held að stelpurnar geri það líka, sama hvort það sé á móti Serbíu eða einhverju öðru liði."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner