Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
Davíð Smári eftir fyrsta sigurinn: Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu
„Þú hefur daginn í dag til að fara heim að grenja svo áfram gakk"
Sjáðu fallegt mark Björns Daníels - „Tók hann bara í fyrsta og sem betur fer fór hann inn“
Hetja Framara valdi félagið fram yfir FH - „Getur ekki orðið betra"
Engar afsakanir hjá Gregg Ryder - „Spilum á heimavelli í næsta leik"
Hlegið þegar Rúnar mismælti sig - „Öskraði KR og KR fékk innkastið"
Ómar Ingi: Þeir voru ekki á þeim buxunum að hleypa okkur neitt
   sun 25. febrúar 2024 12:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Icelandair
Alexandra á æfingu í dag.
Alexandra á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra átti flottan leik úti í Serbíu.
Alexandra átti flottan leik úti í Serbíu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Stelpurnar spila seinni leikinn við Serbíu á þriðjudag.
Stelpurnar spila seinni leikinn við Serbíu á þriðjudag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það fer bara eftir því hvaða síðu þú lítur. Ég held að Hlín sé skráð fyrir markinu á UEFA og á KSÍ er ég skráð fyrir markinu," sagði Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins á Kópavogsvelli í dag.

Hún virtist skora eina mark Íslands í jafnteflinu gegn Serbíu síðastliðinn föstudag en það eru mismunandi skoðanir á því hvort hún hafi skorað eða ekki.

Lestu um leikinn: Serbía 1 -  1 Ísland


„Ég held að Glódís hafi skallað hann og svo held ég að ég hafi tekið hann með maganum eða eitthvað. Svo fer hann í varnarmann og inn. Kannski er þetta bara sjálfsmark. Ég er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark," sagði Alexandra og hló.

Ekki besti leikur sem við höfum spilað
En hvernig fannst henni fyrri leikurinn gegn Serbíu?

„Þetta er ekki besti leikur sem við höfum spilað. Við byrjuðum illa og mér fannst við vera eftir á í mörgu. Þegar þær misstu mann út af þá kom ró yfir liðið. 'Förum bara að spila boltanum' og við þurfum að bæta það fyrir þriðjudaginn."

Seinni leikurinn er á þriðjudaginn en staðan er jöfn fyrir þann leik. Það er mikilvægt fyrir Ísland að vinna þetta einvígi og halda sér í A-deild Þjóðadeildarinnar.

„Mér fannst við gera ágætlega í föstum leikatriðum og sköpum færi nánast í hvert skipti sem við fáum fast leikatriði. Við þurfum að nýta það enn betur og við þurfum að nýta okkar styrkleika enn betur," segir Alexandra en það hjálpar klárlega að fá innköstin frá Sveindísi Jane Jónsdóttur aftur inn í okkar leik.

Alexandra býst við öðruvísi leik á Kópavogsvelli en í Serbíu. „Ég trúi því að við förum með meira sjálfstraust inn í leikinn, setjum kassann út og mætum 100 prósent. Ég fer inn í alla leiki til að vinna og ég held að stelpurnar geri það líka, sama hvort það sé á móti Serbíu eða einhverju öðru liði."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner