Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   þri 25. mars 2025 21:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA tapaði í úrslitum Kjarnafæðimótsins gegn grönnum sínum í Þór eftir svakalega vítaspyrnukeppni. Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson, þjálfara KA, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: KA 5 -  6 Þór

„Mikil barátta, alltof mikið stopp. Eðlilega þegar Þór verða einum færri sitjum við meira á þeim en því miður náðum við ekki að skora. Þór vörðust vel og ég óska þeim til hamingju, unnu þennan leik í ótrúlegum bráðabana í vítaspyrnukeppni," sagði Haddi.

„Við lágum á þeim og sköpuðum aðeins, ekki nóg. Auðvitað eigum við að skora, við fáum færi, boltinn fer í stöngina og hann ver vel í markinu nokkrum sinnum. Við sitjum eðlilega meira á boltanum í seinni hálfleik, margt ágætt en við eigum að skora einum fleiri heilan hálfleik."

KA þurfti að gera þrjár skiptingar í fyrri hálfleik vegna meiðsla. Stubbur meiddist í fyrri hálfleik og William Tönning, sem gekk til liðs við KA í dag, kom inn á í sinn fyrsta leik og meiddist einnig.

„Ég held að það hafi sex meiðst í þessum leik. Þetta eltir okkur, sem er óþolandi. Báðir markmennirnir okkar, ég var ekki parsáttur við Þórsarana þegar þeir tóku báða markmennina okkar úr leik, annar er nefbrotinn," sagði Haddi.

„Það er vont að missa menn í meiðsli. Svona er þetta stundum, við þurfum að gera það besta úr stöðunni, það er ekkert svartnætti, mótið er ekki byrjað. Þetta var góður æfingaleikur, við vitum að við fáum alltaf góða æfingaleiki út úr þessu en neikvætt að menn voru að meiðast."
Athugasemdir
banner
banner
banner