Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
   þri 25. mars 2025 21:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA tapaði í úrslitum Kjarnafæðimótsins gegn grönnum sínum í Þór eftir svakalega vítaspyrnukeppni. Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson, þjálfara KA, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: KA 5 -  6 Þór

„Mikil barátta, alltof mikið stopp. Eðlilega þegar Þór verða einum færri sitjum við meira á þeim en því miður náðum við ekki að skora. Þór vörðust vel og ég óska þeim til hamingju, unnu þennan leik í ótrúlegum bráðabana í vítaspyrnukeppni," sagði Haddi.

„Við lágum á þeim og sköpuðum aðeins, ekki nóg. Auðvitað eigum við að skora, við fáum færi, boltinn fer í stöngina og hann ver vel í markinu nokkrum sinnum. Við sitjum eðlilega meira á boltanum í seinni hálfleik, margt ágætt en við eigum að skora einum fleiri heilan hálfleik."

KA þurfti að gera þrjár skiptingar í fyrri hálfleik vegna meiðsla. Stubbur meiddist í fyrri hálfleik og William Tönning, sem gekk til liðs við KA í dag, kom inn á í sinn fyrsta leik og meiddist einnig.

„Ég held að það hafi sex meiðst í þessum leik. Þetta eltir okkur, sem er óþolandi. Báðir markmennirnir okkar, ég var ekki parsáttur við Þórsarana þegar þeir tóku báða markmennina okkar úr leik, annar er nefbrotinn," sagði Haddi.

„Það er vont að missa menn í meiðsli. Svona er þetta stundum, við þurfum að gera það besta úr stöðunni, það er ekkert svartnætti, mótið er ekki byrjað. Þetta var góður æfingaleikur, við vitum að við fáum alltaf góða æfingaleiki út úr þessu en neikvætt að menn voru að meiðast."
Athugasemdir
banner