Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 25. júlí 2021 22:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingsvelli
Atli gaf stoðsendingu með hægri: Sitjum hlið við hlið í klefanum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður mjög vel með þetta, mjög góður að mestu leyti hjá okkur. Þeir skora geðveikt mark í fyrri hálfleik en þeir áttu ekkert mikið í fyrri hálfleiknum og heldur ekki mikið í seinni fyrr en í endann. Mér fannst þetta mjög góður leikur af okkar hálfu," sagði Atli Barkarson, leikmaður Víkings, eftir sigur gegn Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 Stjarnan

Hefuru lent í þessu áður að þitt lið fái á sig mark fyrir aftan miðju?

„Nei, ég held ekki. Nema kannski í 4. flokki. Mér fannst liðið svara mjög vel og ég er ánægður með þetta."

Varstu ánægður með eigin frammistöðu?

„Já, nokkuð ánægður. Ég var ekki alveg nógu ánægður með mig í byrjun leiks, var aðeins að missa boltann og svoleiðis en ég vann mig inn í leikinn og gerði bara vel."

Atli hefur verið í byrjunarliði Víkings í öllum leikjunum eftir að hafa barist við Loga Tómasson og Dofra Snorrason á síðasta tímabili.

Atli lagði upp tvö mörk í leiknum. „Það var mjög gaman, ég er búinn að reyna mikið að fá stoðsendingar en það hefur ekki alveg gengið. Ef liðið er að vinna skiptir það engu máli hver er að skora eða leggja upp, bara ef við vinnum."

Seinni stoðsendingin var með hægri fæti. „Það er aðeins öðruvísi, Helgi er alltaf klárt. Það er góð tenging milli mín og Helga. Það var mjög vel klárað hjá honum. Við erum góðir félagar, sitjum hlið við hlið í klefanum. Alltaf klárir," sagði Atli að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner