Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   sun 25. júlí 2021 22:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingsvelli
Atli gaf stoðsendingu með hægri: Sitjum hlið við hlið í klefanum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður mjög vel með þetta, mjög góður að mestu leyti hjá okkur. Þeir skora geðveikt mark í fyrri hálfleik en þeir áttu ekkert mikið í fyrri hálfleiknum og heldur ekki mikið í seinni fyrr en í endann. Mér fannst þetta mjög góður leikur af okkar hálfu," sagði Atli Barkarson, leikmaður Víkings, eftir sigur gegn Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 Stjarnan

Hefuru lent í þessu áður að þitt lið fái á sig mark fyrir aftan miðju?

„Nei, ég held ekki. Nema kannski í 4. flokki. Mér fannst liðið svara mjög vel og ég er ánægður með þetta."

Varstu ánægður með eigin frammistöðu?

„Já, nokkuð ánægður. Ég var ekki alveg nógu ánægður með mig í byrjun leiks, var aðeins að missa boltann og svoleiðis en ég vann mig inn í leikinn og gerði bara vel."

Atli hefur verið í byrjunarliði Víkings í öllum leikjunum eftir að hafa barist við Loga Tómasson og Dofra Snorrason á síðasta tímabili.

Atli lagði upp tvö mörk í leiknum. „Það var mjög gaman, ég er búinn að reyna mikið að fá stoðsendingar en það hefur ekki alveg gengið. Ef liðið er að vinna skiptir það engu máli hver er að skora eða leggja upp, bara ef við vinnum."

Seinni stoðsendingin var með hægri fæti. „Það er aðeins öðruvísi, Helgi er alltaf klárt. Það er góð tenging milli mín og Helga. Það var mjög vel klárað hjá honum. Við erum góðir félagar, sitjum hlið við hlið í klefanum. Alltaf klárir," sagði Atli að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner