Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
banner
   sun 25. júlí 2021 22:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingsvelli
Atli gaf stoðsendingu með hægri: Sitjum hlið við hlið í klefanum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður mjög vel með þetta, mjög góður að mestu leyti hjá okkur. Þeir skora geðveikt mark í fyrri hálfleik en þeir áttu ekkert mikið í fyrri hálfleiknum og heldur ekki mikið í seinni fyrr en í endann. Mér fannst þetta mjög góður leikur af okkar hálfu," sagði Atli Barkarson, leikmaður Víkings, eftir sigur gegn Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 Stjarnan

Hefuru lent í þessu áður að þitt lið fái á sig mark fyrir aftan miðju?

„Nei, ég held ekki. Nema kannski í 4. flokki. Mér fannst liðið svara mjög vel og ég er ánægður með þetta."

Varstu ánægður með eigin frammistöðu?

„Já, nokkuð ánægður. Ég var ekki alveg nógu ánægður með mig í byrjun leiks, var aðeins að missa boltann og svoleiðis en ég vann mig inn í leikinn og gerði bara vel."

Atli hefur verið í byrjunarliði Víkings í öllum leikjunum eftir að hafa barist við Loga Tómasson og Dofra Snorrason á síðasta tímabili.

Atli lagði upp tvö mörk í leiknum. „Það var mjög gaman, ég er búinn að reyna mikið að fá stoðsendingar en það hefur ekki alveg gengið. Ef liðið er að vinna skiptir það engu máli hver er að skora eða leggja upp, bara ef við vinnum."

Seinni stoðsendingin var með hægri fæti. „Það er aðeins öðruvísi, Helgi er alltaf klárt. Það er góð tenging milli mín og Helga. Það var mjög vel klárað hjá honum. Við erum góðir félagar, sitjum hlið við hlið í klefanum. Alltaf klárir," sagði Atli að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner