Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 25. júlí 2021 22:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingsvelli
Atli gaf stoðsendingu með hægri: Sitjum hlið við hlið í klefanum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður mjög vel með þetta, mjög góður að mestu leyti hjá okkur. Þeir skora geðveikt mark í fyrri hálfleik en þeir áttu ekkert mikið í fyrri hálfleiknum og heldur ekki mikið í seinni fyrr en í endann. Mér fannst þetta mjög góður leikur af okkar hálfu," sagði Atli Barkarson, leikmaður Víkings, eftir sigur gegn Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 Stjarnan

Hefuru lent í þessu áður að þitt lið fái á sig mark fyrir aftan miðju?

„Nei, ég held ekki. Nema kannski í 4. flokki. Mér fannst liðið svara mjög vel og ég er ánægður með þetta."

Varstu ánægður með eigin frammistöðu?

„Já, nokkuð ánægður. Ég var ekki alveg nógu ánægður með mig í byrjun leiks, var aðeins að missa boltann og svoleiðis en ég vann mig inn í leikinn og gerði bara vel."

Atli hefur verið í byrjunarliði Víkings í öllum leikjunum eftir að hafa barist við Loga Tómasson og Dofra Snorrason á síðasta tímabili.

Atli lagði upp tvö mörk í leiknum. „Það var mjög gaman, ég er búinn að reyna mikið að fá stoðsendingar en það hefur ekki alveg gengið. Ef liðið er að vinna skiptir það engu máli hver er að skora eða leggja upp, bara ef við vinnum."

Seinni stoðsendingin var með hægri fæti. „Það er aðeins öðruvísi, Helgi er alltaf klárt. Það er góð tenging milli mín og Helga. Það var mjög vel klárað hjá honum. Við erum góðir félagar, sitjum hlið við hlið í klefanum. Alltaf klárir," sagði Atli að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir