Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
   fös 25. nóvember 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Garner frá keppni næstu tvo mánuði
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Everton hafa verið óheppnir með meiðsli í HM hlénu og var miðjumaðurinn James Garner að bætast við meiðslalistann. Garner meiddist í baki og missir af næstu vikum.


Hinn 21 árs gamli Garner verður frá í um tvo mánuði vegna meiðslanna en hann gekk til liðs við Everton frá Manchester United í sumar fyrir um 9 milljónir punda.

Garner hefur aðeins spilað einn byrjunarliðsleik, tap gegn Bournemouth í deildabikarnum, og komið sex sinnum inn af bekknum í úrvalsdeildinni.

Leikmannahópur Everton er í æfingabúðum í Ástralíu yfir fyrstu daga HM-frísins. Þar mætti liðið meðal annars Celtic í æfingaleik en Garner ferðaðist ekki með.

„Hann kemur líklega aftur undir lok janúar eða í byrjun febrúar. Þetta eru svekkjandi meiðsli," sagði Frank Lampard knattspyrnustjóri, sem er einnig nýbúinn að missa Tom Davies og Yerry Mina í meiðsli.

„Tom og Yerry ættu að vera þrjár til fjórar vikur, við vonum að þeir verði klárir í slaginn fyrir jólatörnina."

Dominic Calvert-Lewin, Mason Holgate og Andros Townsend eru einnig á meiðslalistanum á meðan Abdoulaye Doucoure er að ná sér eftir meiðsli.

Everton er í 17. sæti úrvalsdeildarinnar með 14 stig eftir 15 umferðir.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner
banner