Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 26. september 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Budojevice
Hákon Rafn: Geggjað að vera á þessu sviði þar sem allt er undir
Á leið á æfingu í dag - einbeiting og spenna.
Á leið á æfingu í dag - einbeiting og spenna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fannst við ekki alveg nógu líkir sjálfum okkur
Fannst við ekki alveg nógu líkir sjálfum okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst mjög vel á þetta, ætluðum okkur ekki að tapa fyrri leiknum eins og gerðist en við ætlum að sækja sigur á morgun," sagði Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður U21 landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í Budojevice í Tékklandi í dag.

Á morgun mætir liðið Tékklandi í seinni leik liðanna í umspili um sæti á EM á næsta ári. Tékkar leiða einvígið með einu marki eftir sigur á Víkingsvelli á föstudag.

„Mér fannst við ekki alveg nógu líkir sjálfum okkur í að vera 'aggressive' vorum smá 'soft' fannst mér og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Síðan voru 1,2,3 punktar sóknarlega sem vöntuðu upp á til að skapa fleiri færi."

Tékkar skoruðu tvö mörk í leiknum. Hvernig sáu þau við Hákoni?

„Þetta er smá einbeiting(arleysi), sem er ólíkt okkur. Sérstaklega fyrsta markið og í seinna markinu komum við boltanum ekki í burtu eftir að hafa bjargað vel - vorum ekki alveg nógu skipulagðir og fáum á okkur mark."

Hvernig er að vera á þessu sviði þar sem allt er undir?

„Það er geggjað, sérstaklega þegar þetta er í okkar höndum. Í júní var þetta ekki í okkar höndum, þurftum að treysta á önnur úrslit. Á morgun ætlum við að gefa allt í þetta til að vinna."

„Það er ekkert stress, við eum bara mjög fókuseraðir og spenntir fyrir leiknum á morgun,"
sagði Hákon.

Viðtalið vð hann er lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum að ofan. Hákon er spurður út í Elfsborg og Orra Stein Óskarsson.
Athugasemdir
banner
banner