Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
Bestur í Mjólkurbikarnum: Fyrsta sjöan á ferlinum
Breki Baxter: Sambandið við þjálfarann versnaði og svo hófst stríð
Fanney Inga: Svekkjandi að það hafi verið upp úr svona vafaatriði
Ingibjörg: Örugglega sú besta í heiminum í nákvæmlega þessu
Hildur: Taka hana úr leiknum og þetta var bara 'dirty'
Hlín: Gerist ekki á hverjum degi á móti Þýskalandi
Glódís: Var viljandi og mér finnst þetta ógeðslega ljótt brot
Steini: Ekkert launungarmál og skiptir auðvitað máli
Karólína: Hugsa mikið til hennar núna
Orri Hrafn: Þurfti á þessu að halda fyrir sjálfan mig
Sigurður Bjartur: Hélt þetta yrði 100% víti
Dóri Árna: Á að vera samkeppni um allar stöður
„Geri þá kröfu að dómarar þekki leikmennina sem þeir eru að dæma hjá“
Anton Ari: Finn fyrir miklu trausti
Steini ákveðinn: Hann verður betri
Glódís: Veit að fólk er ekki spennt að spila á móti okkur
Guðrún: Vorum ekki sjálfum okkur líkar í þeim leik
Hildur Antons: Íslenskan stundum yfirgnæfandi í klefanum
Aldrei spurning um annað en Breiðablik - „Báðar dollurnar og langt í Evrópu"
Telur að margir séu að afskrifa þá - „Við ætlum að vinna deildina í ár“
   þri 27. febrúar 2024 19:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Icelandair
Sveindís fagnar í kvöld. Hún fór á kostum á síðasta stundarfjórðungi leiksins.
Sveindís fagnar í kvöld. Hún fór á kostum á síðasta stundarfjórðungi leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mætt til baka í landsliðið.
Mætt til baka í landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er geggjuð. Við vildum þessa tilfinningu eftir leik. Við gerðum það sem þurfti að gera til að vinna," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir við Fótbolta.net eftir sigur á Serbíu í Þjóðadeildinni í kvöld.

Ísland lenti snemma undir en Sveindís fór fyrir liðinu á síðasta stundarfjórðungnum er það náði að snúa leiknum við. Ísland verður því áfram í A-deild sem eykur líkurnar á því að það komist inn á næsta stórmót.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

„Fyrri hálfleikurinn var erfiður og ég komst ekki í þær stöður sem mér líkar best við. Það er stundum svoleiðis og þá opnast kannski fyrir aðra leikmenn. Svo verð ég að nýta mín tækifæri og ég gerði það vel í seinni. Ég hefði getað skorað í fyrri en ég lofaði að bæta upp fyrir það og mér fannst ég gera það í seinni."

Sveindís skoraði og lagði upp. Hún var á endanum besti leikmaður vallarins.

„Ég fór inn í hálfleikinn og vissi hvað mig langaði að gera. Við vildum þetta rosalega mikið, meira en þær fannst mér. Við ætluðum að halda okkur í A-deild og gerðum það að lokum."

„Ég er mjög spennt fyrir framhaldinu. Það er alltaf gaman að hitta stelpurnar og ég er ótrúlega spennt. Ég hlakka til að sjá hvernig drátturinn kemur út og hvaða lið við fáum. Það er gaman að spila við bestu lið Evrópu og þess vegna er frábært að halda sér í A-deild. Við erum tilbúnar í þetta," sagði Sveindís.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan en Sveindís segir að markmiðið sé að fara á Evrópumótið 2025. „Við komumst ekki á HM og það er extra 'boost' fyrir okkur að komast á næsta stórmót. VIð bíðum spenntar."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner