Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
Haraldur Freyr: Sorglegt
Raggi Sig: Mikill léttir
Atli Arnars: Eins og það sé erfitt fyrir dómara að dæma tvö víti fyrir sama lið í leik
Ómar Ingi: Ætluðum að klára þessa fallbaráttu sem við einhvernvegin skráðum okkur í
Rúnar Páll ósáttur með dómgæsluna: Bara hlægilegt, so sorry
Emil Atla um markametið: Þetta væri stórt afrek
Arnar: Á eftir að skamma Sölva fyrir þetta
Heimir um Kjartan Henry: Ótrúlegt að fjölmiðlar hafi ekki fjallað um þetta
Rúnar Kristins: Þarft að hitta á samherja þegar þú ert að sparka boltanum á milli
Niko: Ef við vinnum síðustu tvo leikina þá er stigametið komið til að vera
Addi Grétars: Það verða örugglega breytingar
Jökull: Hann hefur allt til þess að spila fyrir íslenska landsliðið
Patrick Pedersen: Finn ekkert til lengur
Óskar Hrafn: Erum að berjast fyrir lífi okkar
Elmar Atli: Það er besta tilfinning sem fótboltamaður fær
Davíð Smári: Þá hugsa ég að ég hefði ekki verið ráðinn
Magnús Már: Tveir sigrar og markatalan 5-1 í þessu nýja móti
Aron Elí: Það hafði enginn trú á okkur lengur
Hjammi hitar upp fyrir 50 milljóna króna leikinn - Sjáðu bikarinn sem barist er um
Sveinn Þór spenntur: Risastórt fyrir félögin í neðri deildum
   lau 27. maí 2023 22:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þróttheimar
Pétur ósáttur við reglur KSÍ: Eini möguleikinn að fara niður í 4. flokk
watermark Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Valur er úr leik í bikarnum.
Valur er úr leik í bikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Það er aldrei gott að tapa. Mér fannst við hafa leikinn algjörlega í fyrri hálfleik, en við spiluðum ekki eins vel út úr þessu í seinni hálfleik," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 2-1 tap gegn Þrótti í Mjólkubikarnum í kvöld.

Valskonru eru ríkjandi meistarar en þær eru núna úr leik í keppninni í ár eftir tap í kvöld. Þær tóku forystuna í leiknum en misstu hana frá sér á lokakaflanum.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 Valur

„Svona er þetta. Bikar er bara bikar og þú vinnur eða þú tapar," sagði Pétur.

Hann er ekki á því að liðið hafi orðið bensínlaust í seinni hálfleiknum. „Nei, þær eiga ekki að verða bensínlausar en stundum er þetta þannig - og sérstaklega þegar það er bara einn leikur - að þú ert farinn að verja einhverja hluti. Það áttu ekki að gera, þú átt að klára leikinn."

Það vakti athygli að Valur var bara með fjóra leikmenn á bekknum en leyfilegt er að hafa sjö. Það vantaði því þrjá leikmenn upp á það að bekkurinn væri fullur.

„Ég er bara með meiðsli og veikindi í hópnum, ég hafði ekki fleiri leikmenn," sagði Pétur en hann gat ekki tekið leikmenn úr 2. og 3. flokki inn í hópinn þar sem þeir leikmenn eru að spila með KH, venslafélagi Vals, í meistaraflokki. KH leikur í 2. deild kvenna en Valur má ekki kalla leikmenn til baka úr KH utan glugga - þeir leikmenn gátu því ekki komið inn í hópinn í kvöld.

„Eini möguleikinn hjá mér er að fara niður í 4. flokk. Það eru reglur hjá KSÍ um að ég megi ekki nota leikmenn sem eru að spila hjá KH. Mér finnst þetta alveg út í hött og ég er búinn að segja það í mörg ár. Ég þarf að fara niður í 4. flokk þá til að fylla bekkinn og það eru stelpur sem eru 11 og 12 ára."

„Þetta er bara hópurinn eins og er... Ég vona að ég verði með fleiri leikmenn í næsta leik. Við verðum að gera betur þar. Þú ert að hamla ungum leikmönnum að koma inn í hópinn hjá okkur og að spila leiki. Mér finnst það ekki gott fyrir fótboltann," sagði Pétur en hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner