Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   lau 27. maí 2023 22:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þróttheimar
Pétur ósáttur við reglur KSÍ: Eini möguleikinn að fara niður í 4. flokk
Kvenaboltinn
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur er úr leik í bikarnum.
Valur er úr leik í bikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Það er aldrei gott að tapa. Mér fannst við hafa leikinn algjörlega í fyrri hálfleik, en við spiluðum ekki eins vel út úr þessu í seinni hálfleik," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 2-1 tap gegn Þrótti í Mjólkubikarnum í kvöld.

Valskonru eru ríkjandi meistarar en þær eru núna úr leik í keppninni í ár eftir tap í kvöld. Þær tóku forystuna í leiknum en misstu hana frá sér á lokakaflanum.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 Valur

„Svona er þetta. Bikar er bara bikar og þú vinnur eða þú tapar," sagði Pétur.

Hann er ekki á því að liðið hafi orðið bensínlaust í seinni hálfleiknum. „Nei, þær eiga ekki að verða bensínlausar en stundum er þetta þannig - og sérstaklega þegar það er bara einn leikur - að þú ert farinn að verja einhverja hluti. Það áttu ekki að gera, þú átt að klára leikinn."

Það vakti athygli að Valur var bara með fjóra leikmenn á bekknum en leyfilegt er að hafa sjö. Það vantaði því þrjá leikmenn upp á það að bekkurinn væri fullur.

„Ég er bara með meiðsli og veikindi í hópnum, ég hafði ekki fleiri leikmenn," sagði Pétur en hann gat ekki tekið leikmenn úr 2. og 3. flokki inn í hópinn þar sem þeir leikmenn eru að spila með KH, venslafélagi Vals, í meistaraflokki. KH leikur í 2. deild kvenna en Valur má ekki kalla leikmenn til baka úr KH utan glugga - þeir leikmenn gátu því ekki komið inn í hópinn í kvöld.

„Eini möguleikinn hjá mér er að fara niður í 4. flokk. Það eru reglur hjá KSÍ um að ég megi ekki nota leikmenn sem eru að spila hjá KH. Mér finnst þetta alveg út í hött og ég er búinn að segja það í mörg ár. Ég þarf að fara niður í 4. flokk þá til að fylla bekkinn og það eru stelpur sem eru 11 og 12 ára."

„Þetta er bara hópurinn eins og er... Ég vona að ég verði með fleiri leikmenn í næsta leik. Við verðum að gera betur þar. Þú ert að hamla ungum leikmönnum að koma inn í hópinn hjá okkur og að spila leiki. Mér finnst það ekki gott fyrir fótboltann," sagði Pétur en hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner