Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingar.
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
   lau 27. maí 2023 22:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þróttheimar
Pétur ósáttur við reglur KSÍ: Eini möguleikinn að fara niður í 4. flokk
Kvenaboltinn
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur er úr leik í bikarnum.
Valur er úr leik í bikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Það er aldrei gott að tapa. Mér fannst við hafa leikinn algjörlega í fyrri hálfleik, en við spiluðum ekki eins vel út úr þessu í seinni hálfleik," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 2-1 tap gegn Þrótti í Mjólkubikarnum í kvöld.

Valskonru eru ríkjandi meistarar en þær eru núna úr leik í keppninni í ár eftir tap í kvöld. Þær tóku forystuna í leiknum en misstu hana frá sér á lokakaflanum.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 Valur

„Svona er þetta. Bikar er bara bikar og þú vinnur eða þú tapar," sagði Pétur.

Hann er ekki á því að liðið hafi orðið bensínlaust í seinni hálfleiknum. „Nei, þær eiga ekki að verða bensínlausar en stundum er þetta þannig - og sérstaklega þegar það er bara einn leikur - að þú ert farinn að verja einhverja hluti. Það áttu ekki að gera, þú átt að klára leikinn."

Það vakti athygli að Valur var bara með fjóra leikmenn á bekknum en leyfilegt er að hafa sjö. Það vantaði því þrjá leikmenn upp á það að bekkurinn væri fullur.

„Ég er bara með meiðsli og veikindi í hópnum, ég hafði ekki fleiri leikmenn," sagði Pétur en hann gat ekki tekið leikmenn úr 2. og 3. flokki inn í hópinn þar sem þeir leikmenn eru að spila með KH, venslafélagi Vals, í meistaraflokki. KH leikur í 2. deild kvenna en Valur má ekki kalla leikmenn til baka úr KH utan glugga - þeir leikmenn gátu því ekki komið inn í hópinn í kvöld.

„Eini möguleikinn hjá mér er að fara niður í 4. flokk. Það eru reglur hjá KSÍ um að ég megi ekki nota leikmenn sem eru að spila hjá KH. Mér finnst þetta alveg út í hött og ég er búinn að segja það í mörg ár. Ég þarf að fara niður í 4. flokk þá til að fylla bekkinn og það eru stelpur sem eru 11 og 12 ára."

„Þetta er bara hópurinn eins og er... Ég vona að ég verði með fleiri leikmenn í næsta leik. Við verðum að gera betur þar. Þú ert að hamla ungum leikmönnum að koma inn í hópinn hjá okkur og að spila leiki. Mér finnst það ekki gott fyrir fótboltann," sagði Pétur en hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir