Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
   sun 27. september 2020 21:31
Kristófer Jónsson
Birkir Már: Heppnir að ná jafntefli
Birkir Már var hetja Vals í kvöld.
Birkir Már var hetja Vals í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson reyndist hetja Valsmanna þegar að hann skoraði jöfnunarmark á 90.mínútu í 1-1 jafntefli gegn Breiðablik í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Mér fannst þetta lélegur leikur hjá okkur og við vorum í raun heppnir að ná jafntefli hér í dag." sagði Birkir Már einfaldlega eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Breiðablik

Birkir Már hefur nú skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum en hann hefur ekki verið þekktur fyrir það að vera mikill markaskorari.

„Þetta er að ganga á einhvern ótrúlegan hátt upp fyrir framan markið hjá mér, en ég held að það séu bara tilviljanir." sagði einlægur Birkir aðspurður um markheppni sína.

Valur hefur verið á gríðarlegu skriði undanfarið og höfðu fyrir þennan leik unnið tíu deildarleiki í röð og stefna hratt að Íslandsmeistaratitlinum. Birkir segir að þeir verði samt að spila betur en í dag.

„Það eru svona frammistöður sem að geta klúðrað þessu fyrir okkur næstu leikjum og við verðum að stíga upp og gera þetta almennilega." sagði Birkir.

Nánar er rætt við Birki í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner