Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   þri 28. janúar 2025 19:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Fertugasta Norðurálsótið haldið í sumar: 1985-2025
Frá 2021
Frá 2021
Mynd: Guðmundur Bjarki Halldórsson
Frá 2012
Frá 2012
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonardóttir
Í ár fer Norðurálsmótið á Akranesi fram í 40. skipti frá stofnun þess. Norðurálsmótið er mót fyrir drengi og stúlkur í 7. og 8. aldursflokki í knattspyrnu. Mótið hefur farið ört stækkandi og metfjöldi tók þótt á Norðurálsmótinu sumarið 2024 þegar um 2.500 þátttakendur heimsóttu Akranes í júní. Reiknað er með að um 2.800 þátttakendur taki þátt á afmælisárinu í ár.

Meirihluti allra knattspyrnuiðkenda á Íslandi á frábærar minningar af Norðurálsmótinu sem hefur átt hin ýmsu nöfn í gegnum tíðina. Norðurálsmótið er fyrsta gistimót næstu kynslóða og andrúmsloftið á svæðinu líkt og um heimsmeistaramót sé að ræða. Yfirskrift mótsins er þó alltaf fyrst og fremst gleði og skemmtun.

Hér er hægt að skoða heimasíðu mótsins og skrá lið til leiks.

„Við hjá Knattspyrnufélagi ÍA, ásamt Norðuráli, leggjum gríðarlega mikinn metnað í að halda sem best utan um yngstu kynslóðirnar og aðstandendur þeirra á þessu fyrsta stóra móti knattspyrnuferilsins. Það er alltaf skemmtilegur tími í aðdraganda mótsins þegar allir bæjarbúar á Akranesi eru á fullu og bærinn að fyllast af fólki alls staðar að frá landinu. Við erum gríðarlega stolt af því að vera að halda mótið í 40. skipti í ár og stolt af því sem Norðurálsmótið hefur orðið. Okkur hlakkar til að taka á móti og bjóða gesti mótsins velkomna á Skagann. Við vonumst auðvitað til þess að allir fari héðan með bros á vör og skemmtilegar minningar," segir Ingimar Elí Hlynsson sem er framkvæmdastjóri ÍA.
Athugasemdir
banner
banner