Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 28. ágúst 2022 19:02
Daníel Smári Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Grófum djúpt inn í sálina
,,Hræðslan við að tapa dreif okkur áfram''
Arnar Gunnlaugsson sagði það vera heiður að þjálfa leikmenn Víkings.
Arnar Gunnlaugsson sagði það vera heiður að þjálfa leikmenn Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R. var að vonum sáttur eftir dramatískan 2-3 sigur á KA í Bestu-deild karla í dag. Birnir Snær Ingason tryggði Íslands- og bikarmeisturunum stigin þrjú með marki á 90. mínútu. 

„Þetta var rosalegur leikur. Kaflaskiptur leikur. Við áttum okkar móment og KA sín móment. Mér fannst einhvernveginn KA svona vilja þetta meira svona fyrstu 60-70 mínúturnar. Við vorum einhvernveginn undir í öllum návígum, en svo fundum við bara kraftinn. Að mínu mati er þetta bara hræðslan við að tapa titlinum sem að dreif okkur áfram. Einhversstaðar grófum við djúpt inn í sálina til að finna kraftinn til að eiga einhvern séns í að fyrsta lagi, jafna leikinn og gera þetta sigurmark,'' sagði Arnar.


Lestu um leikinn: KA 2 -  3 Víkingur R.

Hann hélt áfram: „Bæði lið langaði þetta svo mikið. Eitt stig hefði ekki gert eitt eða neitt fyrir bæði lið. Þetta var opið og skemmtilegt í báða enda og sem betur fer fengum við þrjú stigin.''

Leikurinn var gríðarlega jafn og hraður. Í kjölfar jöfnunarmarks Víkings hékk leikurinn í algjöru jafnvægi þar sem að bæði lið sóttu til sigurs. Undirritaður var nokkuð viss um að sigurmark kæmi, en hvoru megin það myndi koma var engan veginn hægt að spá fyrir um.

„KA fékk færi og hættulegar sóknir. Oftast var það eftir góða pressu þeirra og við að missa boltann klaufalega frá okkur. Það var kraftur í KA mönnum í dag og þeir sýndu það og sönnuðu að þeir eiga svo sannarlega skilið að vera í þessari toppbaráttu. Ég hef líka alltaf sagt það að það er nóg eftir og þeir eiga eftir að vera örlagavaldar í þessu móti.''

Sumarið hefur verið frábært hjá Víkingum nú þegar. Stóðu sig með miklum sóma í Evrópukeppnum og eru í toppbaráttu í deildinni, ásamt því að vera komnir í undanúrslit Mjólkurbikarsins.

„Þetta er búið að vera ótrúlegt sumar. Það er búið að ganga svo mikið á og búin að vera svo mikil rótering á liðinu. En strákarnir hafa sýnt ótrúlegan karakter við allar aðstæður. Við höfum alltaf mætt til leiks og aldrei kvartað og kveinað. Það er gríðarlegur karakter í þessum strákum og heiður að þjálfa þá. Það verður bardagi aftur á miðvikudaginn og svo deildin áfram. Þetta er bara algjör veisla. Þú ert í þessu sporti og íþróttum til að taka þátt í svona ævintýri og svona mómentum þar sem þú ert inni í öllum mótum, þannig að þetta er bara geggjað.''

En gefst tími til þess að njóta þess?

„Nei,'' sagði Arnar. „Þú hefur engan tíma til að njóta. Það er alltaf næsti leikur. Það er korter í næsta leik og þannig á það líka að vera. Þetta er bara einn lítill hlekkur á vegferðinni í að reyna að verja þessa titla, þannig að vonandi fáum við að njóta í lok október.''


Athugasemdir
banner
banner