Stjarnan vann KR 2-0 í kvöld í mikilvægum leik í baráttunni um evrópusæti. Emil Atlason leikmaður Stjörnunnar skoraði bæði mörk leiksins og er því aðeins tveimur mörkum frá því að sjafna markametið.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 0 KR
„Þetta var frábær sigur, góður liðs sigur. Frábær fyrri háfleikur hjá okkur og við bara vörðumst vel í seinni líka."
Stuðningsmenn Stjörnunnar fjölmenntu á leikinn og sungu hástöfum frá fyrstu mínútu. Emil segir að það hafi hjálpað liðinu að vinna þennan leik.
„Ekki spurning, þetta var eiginlega bara nánast full stúka hérna. Bara frábær stuðningur."
Emil var frá í byrjun tímabils vegna meiðsla en er samt þetta nálægt markametinu. Hann segir það alveg vera möguleiki að ná því á lokasprettinum.
„Þetta er ´do-able´. Þetta er eins og þú segir stórt afrek, það gengur vel."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.