Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
   þri 29. mars 2016 20:50
Magnús Már Einarsson
Skrifar frá Aþenu
Jón Daði: Ætlaði að leggja hann í hornið
Borgun
Jón Daði í leiknum í kvöld.
Jón Daði í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var smá basl í byrjun en það var frábært fyrir sjálfstraust liðsins að komast aftur á sigurbraut," sagði Jón Daði Böðvarsson við Fótbolta.net eftir 3-2 sigurinn á Grikkjum í kvöld.

„Maður fann það allan tímann að við erum með betra lið. Við fórum inn í síðari hálfleikinn að pressa þá meira og það gekk upp. Við skorum þrjú mörk og vinnum leikinn."

Lestu um leikinn: Grikkland 2 -  3 Ísland

Jón Daði byrjaði frammi í kvöld með félaga sínum frá Selfossi, Viðari Erni Kjartanssyni.

„Það var ótrúlega gaman að spila með honum. Við höfum ekki gert það síðan 2012 á Selfossi."

Jón Daði fékk dauðafæri til að skora í síðari hálfleiknum en hann hitti boltann ekki eftir að Theodór Elmar Bjarnason átti fyrirgjöf.

„Þetta var hræðilega lélegt. Ég hafði miklu meiri tíma en ég hélt og ætlaði að leggja hann í hornið. Ég hitti hann svo ekki. Stundum á maður svona daga, þar sem maður nær ekki að setja boltann í netið. Maður þarf að gleyma því bara og koma sterkari til baka."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner