Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
banner
   þri 29. mars 2016 20:50
Magnús Már Einarsson
Skrifar frá Aþenu
Jón Daði: Ætlaði að leggja hann í hornið
Borgun
Jón Daði í leiknum í kvöld.
Jón Daði í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var smá basl í byrjun en það var frábært fyrir sjálfstraust liðsins að komast aftur á sigurbraut," sagði Jón Daði Böðvarsson við Fótbolta.net eftir 3-2 sigurinn á Grikkjum í kvöld.

„Maður fann það allan tímann að við erum með betra lið. Við fórum inn í síðari hálfleikinn að pressa þá meira og það gekk upp. Við skorum þrjú mörk og vinnum leikinn."

Lestu um leikinn: Grikkland 2 -  3 Ísland

Jón Daði byrjaði frammi í kvöld með félaga sínum frá Selfossi, Viðari Erni Kjartanssyni.

„Það var ótrúlega gaman að spila með honum. Við höfum ekki gert það síðan 2012 á Selfossi."

Jón Daði fékk dauðafæri til að skora í síðari hálfleiknum en hann hitti boltann ekki eftir að Theodór Elmar Bjarnason átti fyrirgjöf.

„Þetta var hræðilega lélegt. Ég hafði miklu meiri tíma en ég hélt og ætlaði að leggja hann í hornið. Ég hitti hann svo ekki. Stundum á maður svona daga, þar sem maður nær ekki að setja boltann í netið. Maður þarf að gleyma því bara og koma sterkari til baka."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner