Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   mið 29. mars 2023 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Arsenal komst yfir með stórkostlegu marki
watermark Úr fyrri leik liðanna
Úr fyrri leik liðanna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslendingalið Bayern Munchen er fallið úr leik í Meistaradeild kvenna eftir 2-0 tap gegn Arsenal á Emirates í kvöld.


Glódís Perla Viggósdóttir var í byrjunarliði Bayern en liðið átti ekki góðan leik en hún var talin einn af betri leikmönnum liðsins. Bayern vann fyrri leikinn 1-0 á Allianz vellinum í Þýskalandi þar sem Glódís fór hamförum.

Arsenal komst yfir eftir 20 mínútna leik í kvöld með stórkostlegu marki Frida Leonhardsen-Maanum en hún tók skotið fyrir utan vítateiginn og boltinn fór í bláhornið.

Undirbúningurinn var einnig stórkostlegur, frábært spil milli leikmannana áður en boltinn endaði hjá Leonhardsen-Maanum.

Markið má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner