Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 31. ágúst 2022 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Ásdís Karen: Eitthvað sem mann dreymir um að gera
Icelandair
Ásdís Karen Halldórsdóttir.
Ásdís Karen Halldórsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skoraði sigurmarkið fyrir Val í bikarúrslitum.
Skoraði sigurmarkið fyrir Val í bikarúrslitum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er ótrúlega flott umhverfi og geggjað að fá að æfa með þessum stelpum," segir Ásdís Karen Halldórsdóttir, leikmaður Vals, í samtali við Fótbolta.net.

Hún er í fyrsta sinn hluti af A-landsliðshópnum, en hún kom inn í hópinn fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur á dögunum. Agla María er meidd.

„Þetta er auðvitað eitthvað sem ég hef stefnt að í einhvern tíma og það er gaman að fá kallið."

„Það er heiður að fá kallið í landsliðið og ég er mjög spennt. Ég myndi ekki segja að þetta hafi komið beint á óvart, en þetta er ótrúlega gaman. Þetta er eitthvað sem ég hef haft á bak við eyrað í nokkurn tíma. Maður stefnir alltaf að þessu, ég held að allir geri það. Þetta er mjög gaman."

Varð bikarmeistari um síðustu helgi
Síðasta laugardag skoraði Ásdís Karen sigurmarkið þegar Valur varð bikarmeistari í fyrsta sinn í ellefu ár. Hún hefur átt mjög gott tímabil með toppliði Bestu deildarinnar.

„Það var ógeðslega gaman, það er geggjuð tilfinning að vinna bikar. Þetta er í fyrsta sinn sem ég spila á þessum velli (Laugardalsvelli). Það var geðveikt, æðislegt."

„Að skora sigurmarkið er eitthvað sem mann dreymir um að gera. Þetta var geggjaður sigur hjá liðinu og ótrúlega gaman að vera með þessum stelpum," segir Ásdís Karen en hún er heilt yfir ánægð með tímabilið hjá Val.

„Mér finnst við hafa verið að stíga upp með hverjum leiknum. Við erum á góðu róli. Það eru fimm úrslitaleikir og við klárum þetta vonandi."

Við erum allar mjög spenntar
Framundan eru tveir mikilvægir leikir í undankeppni HM þar sem liðið er í góðum möguleika á því að komast áfram í lokakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn.

Liðið spilar við Hvíta-Rússland á föstudaginn. „Stemningin er geggjuð og við erum allar mjög spenntar," segir Ásdís Karen sem sem mun án efa spila aftur á Laugardalsvelli og mun það mögulega gerast á föstudaginn.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.

Leikirnir sem eru framundan:
2. september gegn Hvíta-Rússlandi (Laugardalsvöllur)
6. september gegn Hollandi (Stadion Galgenwaard)
Athugasemdir
banner