Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   mán 02. júlí 2012 21:46
Magnús Már Einarsson
Óli Kristjáns: Verður erfitt fyrir Sigmar og okkur að sofna
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
,,Miðað við færi og spilamennsku vildi ég fá meira, ég vildi fá þrjú stig," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Fylki í Árbænum í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 Breiðablik

Jóhann Þórhallsson skoraði jöfnunarmark Fylkis eftir að Sigmar Ingi Sigurðarson náði ekki að halda langskoti sem Davíð Þór Ásbjörnsson átti.

,,Það er alltaf vont að horfa á eftir stigum og það er bara þannig ef þú ert markvörður eða varnarmaður þá kostar það, það er dýrt. Það verða varnarmenn og markmenn að lifa við. Það verður erfitt fyrir Sigmar og okkur að sofna en við vöknum hressir á morgun," sagði Ólafur sem vildi sjá Sigmar slá skot Davíðs til hliðar.

,,Hann á að slá hann í burtu. Þetta er erfiður bolti að grípa og mér fannst hann eiga að slá hann. Sigmar veit manna best sjálfur að hann gerði mistök og það þarf ekkert að nudda honum upp úr því."

Sigmar stóð í marki Breiðabliks í dag þar sem Ingvar Þór Kale fékk rauða spjaldið undir lokin í bikarleiknum gegn KR í síðustu viku.

,,Það sem mér finnst biturt er að við missum þann markmann sem var búinn að leika í markinu út af með rautt spjald í síðasta leik. Það var ekkert við þá ákvörðun dómarans að athuga þegar það skeði í leiknum því hann metur það svo að leikmaðurinn eigi að fá rautt spjald. Eftir á þegar við sjáum að það var rangur dómur þá finnst mér refsingin ansi hörð bæði fyrir leikmann og lið þegar þú getur ekki notað leikmann sem var ranglega vikið af leikvelli."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner