Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   mán 02. júlí 2012 21:46
Magnús Már Einarsson
Óli Kristjáns: Verður erfitt fyrir Sigmar og okkur að sofna
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
,,Miðað við færi og spilamennsku vildi ég fá meira, ég vildi fá þrjú stig," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Fylki í Árbænum í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 Breiðablik

Jóhann Þórhallsson skoraði jöfnunarmark Fylkis eftir að Sigmar Ingi Sigurðarson náði ekki að halda langskoti sem Davíð Þór Ásbjörnsson átti.

,,Það er alltaf vont að horfa á eftir stigum og það er bara þannig ef þú ert markvörður eða varnarmaður þá kostar það, það er dýrt. Það verða varnarmenn og markmenn að lifa við. Það verður erfitt fyrir Sigmar og okkur að sofna en við vöknum hressir á morgun," sagði Ólafur sem vildi sjá Sigmar slá skot Davíðs til hliðar.

,,Hann á að slá hann í burtu. Þetta er erfiður bolti að grípa og mér fannst hann eiga að slá hann. Sigmar veit manna best sjálfur að hann gerði mistök og það þarf ekkert að nudda honum upp úr því."

Sigmar stóð í marki Breiðabliks í dag þar sem Ingvar Þór Kale fékk rauða spjaldið undir lokin í bikarleiknum gegn KR í síðustu viku.

,,Það sem mér finnst biturt er að við missum þann markmann sem var búinn að leika í markinu út af með rautt spjald í síðasta leik. Það var ekkert við þá ákvörðun dómarans að athuga þegar það skeði í leiknum því hann metur það svo að leikmaðurinn eigi að fá rautt spjald. Eftir á þegar við sjáum að það var rangur dómur þá finnst mér refsingin ansi hörð bæði fyrir leikmann og lið þegar þú getur ekki notað leikmann sem var ranglega vikið af leikvelli."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner