Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
banner
   fim 15. ágúst 2019 20:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristján Guðmunds: Fengum engin SMS um það hvernig ætti að stilla upp
Hlupum þessi þrjú stig í hús
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarleg barátta sem skilaði þessum stigum. Liðið virkaði sem ein held og við hlupum þessi stig í hús," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 2-1 sigur síns liðs gegn ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 1 ÍBV.

Fyrri hálfleikur var mjög rólegur en Stjarnan átti þó eitt stangarskot. Kristján var spurður hverju hann breytti í hálfleik.

„Við fórum minna upp á fyrsta tempói og fórum meira á þær á öðru tempói."

Kristján var svo spurður út í framhaldið í deildinni.

„Við eigum fjóra leiki eftir í deildinni, m.a. leik á móti Keflavík. Við þurfum að koma í leikina eins og í dag og sýna þessa baráttu."

Kristján skaut því svo inn að hann hefði ekki fengið nein SMS um það hvernig hann hefði átt að stilla liði sínu upp og vitnaði þar í viðtal við Ólaf Kristjánsson, þjálfara karlaliðs FH, eftir undanúrslitaleikinn í bikarnum gegn KR.

Sjá einnig: Óli Kristjáns: Höfum síðustu daga verið að fá SMS

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner