Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   mið 01. mars 2023 23:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimavelli hamingjunnar
„Það verður kannski hlegið af mér fyrir að segja þetta"
Chris Brazell, þjálfari Gróttu.
Chris Brazell, þjálfari Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var erfiður leikur. Fyrri hálfleikurinn var jafnari en sá seinni. Fyrri hálfleikurinn var góður bardagi tveggja góðra liða," sagði Chris Brazell, þjálfari Gróttu, eftir naumt tap gegn bikarmeisturum Víkings í Lengjubikarnum í kvöld.

Grótta leikur í Lengjudeildinni en tókst samt sem áður að gefa Víkingum hörkuleik í kvöld.

„Við erum mjög vonsviknir að fá ekki að minnsta kosti stig úr þessum leik. Það verður kannski hlegið af mér fyrir að segja þetta. En þegar staðan er 1-0 og tíu mínútur eftir þá getur allt gerst. Okkur tókst ekki að komast yfir línuna í þetta sinn."

Grótta var að spila við eitt besta lið landsins í kvöld. Var hann ekki sáttur með baráttuna í sínum mönnum?

„Ég veit það ekki. Það hefur verið vandamálið hjá okkar liði, að vera ánægðir að berjast gegn liðum sem eru talin betri en við. Það er eitthvað sem við erum að reyna að breyta. Ég vil ekki að við séum sáttir með að gefa þeim bara leik. Þetta er erfitt verkefni og ég ber virðingu fyrir Víkingi en á sama tíma ber ég virðingu fyrir þeim sem eru í mínum búningsklefa. Ég veit hvað þeir geta," sagði Chris.

„Við komum ekki hingað bara til að taka þátt, til að njóta dagsins. Við höfum komið hingað áður og tapað. Í dag komum við hingað til að vinna. Við ætluðum okkur að gera það."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan en þar ræðir Chris meira um liðið sitt, breytingarnar í vetur og tímabilið sem er framundan.
Athugasemdir
banner
banner