Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
banner
   mið 01. mars 2023 23:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimavelli hamingjunnar
„Það verður kannski hlegið af mér fyrir að segja þetta"
Chris Brazell, þjálfari Gróttu.
Chris Brazell, þjálfari Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var erfiður leikur. Fyrri hálfleikurinn var jafnari en sá seinni. Fyrri hálfleikurinn var góður bardagi tveggja góðra liða," sagði Chris Brazell, þjálfari Gróttu, eftir naumt tap gegn bikarmeisturum Víkings í Lengjubikarnum í kvöld.

Grótta leikur í Lengjudeildinni en tókst samt sem áður að gefa Víkingum hörkuleik í kvöld.

„Við erum mjög vonsviknir að fá ekki að minnsta kosti stig úr þessum leik. Það verður kannski hlegið af mér fyrir að segja þetta. En þegar staðan er 1-0 og tíu mínútur eftir þá getur allt gerst. Okkur tókst ekki að komast yfir línuna í þetta sinn."

Grótta var að spila við eitt besta lið landsins í kvöld. Var hann ekki sáttur með baráttuna í sínum mönnum?

„Ég veit það ekki. Það hefur verið vandamálið hjá okkar liði, að vera ánægðir að berjast gegn liðum sem eru talin betri en við. Það er eitthvað sem við erum að reyna að breyta. Ég vil ekki að við séum sáttir með að gefa þeim bara leik. Þetta er erfitt verkefni og ég ber virðingu fyrir Víkingi en á sama tíma ber ég virðingu fyrir þeim sem eru í mínum búningsklefa. Ég veit hvað þeir geta," sagði Chris.

„Við komum ekki hingað bara til að taka þátt, til að njóta dagsins. Við höfum komið hingað áður og tapað. Í dag komum við hingað til að vinna. Við ætluðum okkur að gera það."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan en þar ræðir Chris meira um liðið sitt, breytingarnar í vetur og tímabilið sem er framundan.
Athugasemdir
banner
banner