Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   mið 01. mars 2023 23:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimavelli hamingjunnar
„Það verður kannski hlegið af mér fyrir að segja þetta"
Chris Brazell, þjálfari Gróttu.
Chris Brazell, þjálfari Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var erfiður leikur. Fyrri hálfleikurinn var jafnari en sá seinni. Fyrri hálfleikurinn var góður bardagi tveggja góðra liða," sagði Chris Brazell, þjálfari Gróttu, eftir naumt tap gegn bikarmeisturum Víkings í Lengjubikarnum í kvöld.

Grótta leikur í Lengjudeildinni en tókst samt sem áður að gefa Víkingum hörkuleik í kvöld.

„Við erum mjög vonsviknir að fá ekki að minnsta kosti stig úr þessum leik. Það verður kannski hlegið af mér fyrir að segja þetta. En þegar staðan er 1-0 og tíu mínútur eftir þá getur allt gerst. Okkur tókst ekki að komast yfir línuna í þetta sinn."

Grótta var að spila við eitt besta lið landsins í kvöld. Var hann ekki sáttur með baráttuna í sínum mönnum?

„Ég veit það ekki. Það hefur verið vandamálið hjá okkar liði, að vera ánægðir að berjast gegn liðum sem eru talin betri en við. Það er eitthvað sem við erum að reyna að breyta. Ég vil ekki að við séum sáttir með að gefa þeim bara leik. Þetta er erfitt verkefni og ég ber virðingu fyrir Víkingi en á sama tíma ber ég virðingu fyrir þeim sem eru í mínum búningsklefa. Ég veit hvað þeir geta," sagði Chris.

„Við komum ekki hingað bara til að taka þátt, til að njóta dagsins. Við höfum komið hingað áður og tapað. Í dag komum við hingað til að vinna. Við ætluðum okkur að gera það."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan en þar ræðir Chris meira um liðið sitt, breytingarnar í vetur og tímabilið sem er framundan.
Athugasemdir
banner
banner
banner