Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   fös 01. júlí 2022 22:42
Haraldur Örn Haraldsson
Elmar Kári: Ég er búinn að vera æfa þetta
Lengjudeildin
Mynd: Raggi Óla

Elmar Kári Enesson Cogic leikmaður Aftureldingar skoraði fyrra mark Aftureldingar og var valin maður leiksins eftir góða frammistöðu gegn Fylki í kvöld. Leikurinn endaði 2-2 eftir að Afturelding jafnaði í uppbótartíma.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  2 Afturelding

„ Æji hún er svona ekkert það góð (tilfinningin). Við hefðum átt að fá miklu meira úr þessum leik að mínu mati, fengum nokkur algjör dauðafæri í fyrri hálfleik sem við hefðum átt að nýta. Ég fékk 2 og strákarnir fengu líka nokkur sem við hefðum átt að setja inn en við virðum stigið, mark á 93. það er bara fínt. Við erum að vinna í þessu og vonandi fáum við bara fleiri sigurleiki núna í næstu leikjum."

Markið sem Elmar skoraði var mjög flott skot fyrir utan teig og hann fór aðeins yfir það hvernig atburðarrásin var.

„Ég fæ hann í hlaupið og við byrjum að spila þarna eitthvað þríhyrningsspil og ég einhvernvegin vinn hann af gæjanum svo var ég ekkert mikið að hugsa ég bara setti hann út í hornið, þetta var ekkert mikið flóknara en það. Ég er búinn að vera æfa þetta og búinn að vera gera þetta mikið í vetur þannig þetta er að skila sér, aukaæfingarnrar."

Elmar fékk rautt spjald gegn KV fyrir ekkert svo löngu og þá var ekki jafn bjart yfir honum og var í kvöld.

„Ég var búinn að vera meiddur í svona 2 mánuði, spilaði allt undirbúningstímabilið og varð fyrir því óhappi að meiðast í náranum í 2 mánuði. Kom inn og var svolítið „shaky", var ekki alveg 100% og svo fer ég bara í svolítið groddaralega tæklingu en fer samt í boltan að mínu mati 100%. Eftir það er þetta svolítil brekka en við bara höldum haus og reynum að sækja sigra núna.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner