Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fös 01. júlí 2022 22:42
Haraldur Örn Haraldsson
Elmar Kári: Ég er búinn að vera æfa þetta
Lengjudeildin
Mynd: Raggi Óla

Elmar Kári Enesson Cogic leikmaður Aftureldingar skoraði fyrra mark Aftureldingar og var valin maður leiksins eftir góða frammistöðu gegn Fylki í kvöld. Leikurinn endaði 2-2 eftir að Afturelding jafnaði í uppbótartíma.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  2 Afturelding

„ Æji hún er svona ekkert það góð (tilfinningin). Við hefðum átt að fá miklu meira úr þessum leik að mínu mati, fengum nokkur algjör dauðafæri í fyrri hálfleik sem við hefðum átt að nýta. Ég fékk 2 og strákarnir fengu líka nokkur sem við hefðum átt að setja inn en við virðum stigið, mark á 93. það er bara fínt. Við erum að vinna í þessu og vonandi fáum við bara fleiri sigurleiki núna í næstu leikjum."

Markið sem Elmar skoraði var mjög flott skot fyrir utan teig og hann fór aðeins yfir það hvernig atburðarrásin var.

„Ég fæ hann í hlaupið og við byrjum að spila þarna eitthvað þríhyrningsspil og ég einhvernvegin vinn hann af gæjanum svo var ég ekkert mikið að hugsa ég bara setti hann út í hornið, þetta var ekkert mikið flóknara en það. Ég er búinn að vera æfa þetta og búinn að vera gera þetta mikið í vetur þannig þetta er að skila sér, aukaæfingarnrar."

Elmar fékk rautt spjald gegn KV fyrir ekkert svo löngu og þá var ekki jafn bjart yfir honum og var í kvöld.

„Ég var búinn að vera meiddur í svona 2 mánuði, spilaði allt undirbúningstímabilið og varð fyrir því óhappi að meiðast í náranum í 2 mánuði. Kom inn og var svolítið „shaky", var ekki alveg 100% og svo fer ég bara í svolítið groddaralega tæklingu en fer samt í boltan að mínu mati 100%. Eftir það er þetta svolítil brekka en við bara höldum haus og reynum að sækja sigra núna.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner