„Ágætis leikur en það vantar upp á hugarfarið hjá mínum mönnum. Þetta er í fyrsta sinn í þessari tvískiptingu sem við gerum ekki hlutina hundrað prósent. Ef við hefðum gert þetta með góða hugarfari held ég að úrslitin hefðu verið öðruvísi."
Lestu um leikinn: Fram 1 - 0 KA
KA er auðvitað ekki að keppa uppá neitt á meðan Fram er í fallbaráttu og það sást í dag.
„Það var nákvæmlega þannig. Við töluðum um að gera þetta vel og við gerðum það vel í fyrstu þremur leikjunum. Í dag vantaði uppá. Ef maður leggur ekki fulla vinnu í leikina þá tapar maður leikjum. Ef við erum líka í fríi í hausnum á móti HK þá töpum við líka gegn þeim. Fullt af jákvæðum punktum en þú vinnur ekki leiki ef þú mætir ekki með hundrað prósent hugarfar"
„Við erum með gott lið og höfum staðið okkur vel en frammistaðan í dag var ekki nóg. Þú getur talið um taktík eða færin eða hvað sem er. Það er bara þannig að ef hugarfarið er ekki í lagi þá vinnuru ekki fótboltaleiki og við vorum heppnir að fá ekki fleiri mörk á okkur."
Seinasti leikur KA í sumar er heimaleikur gegn HK.
„Við ætlum að enda þetta vel hjá okkar fólki. Eina sem ég segi er að ég vil sjá alvöru hugarfar og enda þetta með sigri heima hjá okkar aðdáendum sem hafa staði við bakið á okkur í allt sumar. Frábært sumar hjá þeim að fylgja okkur í Evrópu og bikarúrslit."
Athugasemdir