Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 01. október 2023 20:54
Kjartan Leifur Sigurðsson
Hallgrímur: Vantar upp á hugarfarið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ágætis leikur en það vantar upp á hugarfarið hjá mínum mönnum. Þetta er í fyrsta sinn í þessari tvískiptingu sem við gerum ekki hlutina hundrað prósent. Ef við hefðum gert þetta með góða hugarfari held ég að úrslitin hefðu verið öðruvísi."

Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 KA

KA er auðvitað ekki að keppa uppá neitt á meðan Fram er í fallbaráttu og það sást í dag.

„Það var nákvæmlega þannig. Við töluðum um að gera þetta vel og við gerðum það vel í fyrstu þremur leikjunum. Í dag vantaði uppá. Ef maður leggur ekki fulla vinnu í leikina þá tapar maður leikjum. Ef við erum líka í fríi í hausnum á móti HK þá töpum við líka gegn þeim. Fullt af jákvæðum punktum en þú vinnur ekki leiki ef þú mætir ekki með hundrað prósent hugarfar"

„Við erum með gott lið og höfum staðið okkur vel en frammistaðan í dag var ekki nóg. Þú getur talið um taktík eða færin eða hvað sem er. Það er bara þannig að ef hugarfarið er ekki í lagi þá vinnuru ekki fótboltaleiki og við vorum heppnir að fá ekki fleiri mörk á okkur."

Seinasti leikur KA í sumar er heimaleikur gegn HK.

„Við ætlum að enda þetta vel hjá okkar fólki. Eina sem ég segi er að ég vil sjá alvöru hugarfar og enda þetta með sigri heima hjá okkar aðdáendum sem hafa staði við bakið á okkur í allt sumar. Frábært sumar hjá þeim að fylgja okkur í Evrópu og bikarúrslit."
Athugasemdir