29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   fös 02. júní 2023 21:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Láki ánægður: Menn ætluðu að svara fyrir síðasta leik
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þorlákur Árnason þjálfari Þórs var að vonum ánægður með sigur Þórs gegn Ægi í Lengjudeildinni í dag eftir 6-0 tap liðsins gegn Fjölni í síðustu umferð.


Lestu um leikinn: Þór 3 -  1 Ægir

„Ánægður með endurkomuna eftir skellinn á móti Fjölni um daginn. Það er ekki létt að tapa stórt eins og við gerðum þá, það hefur áhrif á sjálfstraust leikmanna og allra sem eru í kringum liðið en ég er gríðarlega ánægður með svarið í dag," sagði Láki.

„Það er búið að vera erfið vika, búnir að æfa vel og menn voru einbeittir. Maður sá það í upphitun að menn ætluðu að svara fyrir síðasta leik og við gerðum það vel í dag gegn góðu Ægisliði."

Fannar Daði Malmquist Gíslason var í byrjunarliðinu í dag en hann er að loka hægt og rólega til baka eftir krossbandaslit. Hann skoraði fyrsta mark Þórs.

„Mér fannst hann frábær. Hann er örugglega að fara hlusta á þetta viðtal en við verðum að skammta honum mínútur og vera skynsamir, hann er gríðarlega mikilvægur liðinu," sagði Láki.


Athugasemdir
banner
banner