Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
banner
   þri 03. ágúst 2021 21:00
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Jónasson: Við eigum að vera í toppbaráttunni
Jonathan Hendrickx á förum
Hallgrímur var gríðarlega sáttur með sigurinn.
Hallgrímur var gríðarlega sáttur með sigurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara flottur leikur hjá báðum liðum, spiluðu fínan fótbolta og við náum að skora tvö mörk og vinnum leikinn, sem er gríðarlega sterkt. Keflavík gerði vel og eru bara búnir að tapa tveimur af síðustu átta leikjum, vinna Breiðablik tvisvar og eru bara hörkulið,'' sagði Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA, eftir 2-1 sigur á Keflavík í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Keflavík

Þessi sigur var KA mönnum afar dýrmætur í Evrópubaráttunni og Hallgrímur sagði KA liðið vera það gott að þeir eigi að vera í þeirri baráttu.

„Við erum bara á þeim stað sem við viljum vera. Við teljum okkur vera með það gott lið að við eigum að vera í toppbaráttunni og við duttum aðeins úr þessu á tímabili þegar okkur fannst við reyndar vera að spila vel, en náðum ekki úrslitum.''

Sá orðrómur var orðinn ansi sterkur að Jonathan Hendrickx væri á förum frá KA og Hallgrímur staðfesti að svo væri.

„Hann var að spila sinn síðasta leik að öllum líkindum og er á förum heim til Belgíu bara strax á morgun.''

Aðspurður um komu danska leikmannsins Mark Gundelach sagði Hallgrímur að Mark væri að mörgu leyti líkur Hendrickx. Bæði Hallgrímur og Mikkel Qvist hafa reynslu af því að spila með Gundelach og Hallgrímur hælir honum mjög.

„Já, ég hef persónulega spilað með honum. Þetta er ekkert ósvipuð týpa og Jonah inná vellinum. Hann er fljótur og góður fram á við, með mikla reynslu. Hann er 29 ára og búinn að spila 50 og eitthvað leiki í efstu deild og eitthvað um 200 leiki næst efstu deild. Þannig að það er alltaf gott að þekkja hvernig persónur leikmenn eru.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner