Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 03. ágúst 2021 21:00
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Jónasson: Við eigum að vera í toppbaráttunni
Jonathan Hendrickx á förum
Hallgrímur var gríðarlega sáttur með sigurinn.
Hallgrímur var gríðarlega sáttur með sigurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara flottur leikur hjá báðum liðum, spiluðu fínan fótbolta og við náum að skora tvö mörk og vinnum leikinn, sem er gríðarlega sterkt. Keflavík gerði vel og eru bara búnir að tapa tveimur af síðustu átta leikjum, vinna Breiðablik tvisvar og eru bara hörkulið,'' sagði Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA, eftir 2-1 sigur á Keflavík í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Keflavík

Þessi sigur var KA mönnum afar dýrmætur í Evrópubaráttunni og Hallgrímur sagði KA liðið vera það gott að þeir eigi að vera í þeirri baráttu.

„Við erum bara á þeim stað sem við viljum vera. Við teljum okkur vera með það gott lið að við eigum að vera í toppbaráttunni og við duttum aðeins úr þessu á tímabili þegar okkur fannst við reyndar vera að spila vel, en náðum ekki úrslitum.''

Sá orðrómur var orðinn ansi sterkur að Jonathan Hendrickx væri á förum frá KA og Hallgrímur staðfesti að svo væri.

„Hann var að spila sinn síðasta leik að öllum líkindum og er á förum heim til Belgíu bara strax á morgun.''

Aðspurður um komu danska leikmannsins Mark Gundelach sagði Hallgrímur að Mark væri að mörgu leyti líkur Hendrickx. Bæði Hallgrímur og Mikkel Qvist hafa reynslu af því að spila með Gundelach og Hallgrímur hælir honum mjög.

„Já, ég hef persónulega spilað með honum. Þetta er ekkert ósvipuð týpa og Jonah inná vellinum. Hann er fljótur og góður fram á við, með mikla reynslu. Hann er 29 ára og búinn að spila 50 og eitthvað leiki í efstu deild og eitthvað um 200 leiki næst efstu deild. Þannig að það er alltaf gott að þekkja hvernig persónur leikmenn eru.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner