Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   þri 03. ágúst 2021 21:00
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Jónasson: Við eigum að vera í toppbaráttunni
Jonathan Hendrickx á förum
Hallgrímur var gríðarlega sáttur með sigurinn.
Hallgrímur var gríðarlega sáttur með sigurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara flottur leikur hjá báðum liðum, spiluðu fínan fótbolta og við náum að skora tvö mörk og vinnum leikinn, sem er gríðarlega sterkt. Keflavík gerði vel og eru bara búnir að tapa tveimur af síðustu átta leikjum, vinna Breiðablik tvisvar og eru bara hörkulið,'' sagði Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA, eftir 2-1 sigur á Keflavík í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Keflavík

Þessi sigur var KA mönnum afar dýrmætur í Evrópubaráttunni og Hallgrímur sagði KA liðið vera það gott að þeir eigi að vera í þeirri baráttu.

„Við erum bara á þeim stað sem við viljum vera. Við teljum okkur vera með það gott lið að við eigum að vera í toppbaráttunni og við duttum aðeins úr þessu á tímabili þegar okkur fannst við reyndar vera að spila vel, en náðum ekki úrslitum.''

Sá orðrómur var orðinn ansi sterkur að Jonathan Hendrickx væri á förum frá KA og Hallgrímur staðfesti að svo væri.

„Hann var að spila sinn síðasta leik að öllum líkindum og er á förum heim til Belgíu bara strax á morgun.''

Aðspurður um komu danska leikmannsins Mark Gundelach sagði Hallgrímur að Mark væri að mörgu leyti líkur Hendrickx. Bæði Hallgrímur og Mikkel Qvist hafa reynslu af því að spila með Gundelach og Hallgrímur hælir honum mjög.

„Já, ég hef persónulega spilað með honum. Þetta er ekkert ósvipuð týpa og Jonah inná vellinum. Hann er fljótur og góður fram á við, með mikla reynslu. Hann er 29 ára og búinn að spila 50 og eitthvað leiki í efstu deild og eitthvað um 200 leiki næst efstu deild. Þannig að það er alltaf gott að þekkja hvernig persónur leikmenn eru.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner