Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 03. ágúst 2021 21:00
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Jónasson: Við eigum að vera í toppbaráttunni
Jonathan Hendrickx á förum
Hallgrímur var gríðarlega sáttur með sigurinn.
Hallgrímur var gríðarlega sáttur með sigurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara flottur leikur hjá báðum liðum, spiluðu fínan fótbolta og við náum að skora tvö mörk og vinnum leikinn, sem er gríðarlega sterkt. Keflavík gerði vel og eru bara búnir að tapa tveimur af síðustu átta leikjum, vinna Breiðablik tvisvar og eru bara hörkulið,'' sagði Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA, eftir 2-1 sigur á Keflavík í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Keflavík

Þessi sigur var KA mönnum afar dýrmætur í Evrópubaráttunni og Hallgrímur sagði KA liðið vera það gott að þeir eigi að vera í þeirri baráttu.

„Við erum bara á þeim stað sem við viljum vera. Við teljum okkur vera með það gott lið að við eigum að vera í toppbaráttunni og við duttum aðeins úr þessu á tímabili þegar okkur fannst við reyndar vera að spila vel, en náðum ekki úrslitum.''

Sá orðrómur var orðinn ansi sterkur að Jonathan Hendrickx væri á förum frá KA og Hallgrímur staðfesti að svo væri.

„Hann var að spila sinn síðasta leik að öllum líkindum og er á förum heim til Belgíu bara strax á morgun.''

Aðspurður um komu danska leikmannsins Mark Gundelach sagði Hallgrímur að Mark væri að mörgu leyti líkur Hendrickx. Bæði Hallgrímur og Mikkel Qvist hafa reynslu af því að spila með Gundelach og Hallgrímur hælir honum mjög.

„Já, ég hef persónulega spilað með honum. Þetta er ekkert ósvipuð týpa og Jonah inná vellinum. Hann er fljótur og góður fram á við, með mikla reynslu. Hann er 29 ára og búinn að spila 50 og eitthvað leiki í efstu deild og eitthvað um 200 leiki næst efstu deild. Þannig að það er alltaf gott að þekkja hvernig persónur leikmenn eru.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner