Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 04. október 2020 21:59
Kristófer Jónsson
Ólafur Ingi: Þurfum að spila með stæl og sjá hvert það tekur okkur
Óli var svekktur að leikslokum.
Óli var svekktur að leikslokum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap gegn Breiðablik í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Fylkismenn komust yfir í fyrri hálfleik en stuttu seinna var Breiðablik búið að skora tvö mörk.

„Ég er svekktur og það er alltaf leiðinlegt að tapa. Við byrjum leikinn ákaflega vel og komumst yfir og erum svolítið með þá þar sem að við vildum. Þeir gáfu okkur sénsa á breikinu og hefðum getað skorað annað mark með smá heppni" sagði Ólafur Ingi eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Fylkir

Leikurinn var gríðalega mikilvægur í Evrópubaráttu beggja liða en fyrir leikinn í kvöld voru þau jöfn að stigum.

„Eins og við höfum alltaf sagt er þetta einn leikur í einu. Við erum búnir að vera nokkuð stabílir í ár en þessi leikur var vissulega ekki nógu góður. Það eru fjórir leikir eftir og við þurfum að spila þá með stæl og sjá hvert að það tekur okkur."

Ólafur Ingi hefur verið mikið í umræðunni í vikuna eftir atvik sem kom upp í leik Fylkis gegn KR þar sem að Beitir Ólafsson, markvörður KR, fékk rautt spjald. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, kallaði þá Óla svindlara en hefur beðið hann afsökunar á þeim ummælum.

„Þetta er bara í baksýnisspeglinum, gleymt og grafið og búið. Þannig að við höldum bara áfram, fjórir leikir eftir og spennandi landsleikur. Þannig að það er bara bjart framundan." sagði Ólafur Ingi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner