Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   sun 04. október 2020 21:59
Kristófer Jónsson
Ólafur Ingi: Þurfum að spila með stæl og sjá hvert það tekur okkur
Óli var svekktur að leikslokum.
Óli var svekktur að leikslokum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap gegn Breiðablik í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Fylkismenn komust yfir í fyrri hálfleik en stuttu seinna var Breiðablik búið að skora tvö mörk.

„Ég er svekktur og það er alltaf leiðinlegt að tapa. Við byrjum leikinn ákaflega vel og komumst yfir og erum svolítið með þá þar sem að við vildum. Þeir gáfu okkur sénsa á breikinu og hefðum getað skorað annað mark með smá heppni" sagði Ólafur Ingi eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Fylkir

Leikurinn var gríðalega mikilvægur í Evrópubaráttu beggja liða en fyrir leikinn í kvöld voru þau jöfn að stigum.

„Eins og við höfum alltaf sagt er þetta einn leikur í einu. Við erum búnir að vera nokkuð stabílir í ár en þessi leikur var vissulega ekki nógu góður. Það eru fjórir leikir eftir og við þurfum að spila þá með stæl og sjá hvert að það tekur okkur."

Ólafur Ingi hefur verið mikið í umræðunni í vikuna eftir atvik sem kom upp í leik Fylkis gegn KR þar sem að Beitir Ólafsson, markvörður KR, fékk rautt spjald. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, kallaði þá Óla svindlara en hefur beðið hann afsökunar á þeim ummælum.

„Þetta er bara í baksýnisspeglinum, gleymt og grafið og búið. Þannig að við höldum bara áfram, fjórir leikir eftir og spennandi landsleikur. Þannig að það er bara bjart framundan." sagði Ólafur Ingi að lokum.
Athugasemdir
banner