Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   sun 04. október 2020 21:59
Kristófer Jónsson
Ólafur Ingi: Þurfum að spila með stæl og sjá hvert það tekur okkur
Óli var svekktur að leikslokum.
Óli var svekktur að leikslokum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap gegn Breiðablik í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Fylkismenn komust yfir í fyrri hálfleik en stuttu seinna var Breiðablik búið að skora tvö mörk.

„Ég er svekktur og það er alltaf leiðinlegt að tapa. Við byrjum leikinn ákaflega vel og komumst yfir og erum svolítið með þá þar sem að við vildum. Þeir gáfu okkur sénsa á breikinu og hefðum getað skorað annað mark með smá heppni" sagði Ólafur Ingi eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Fylkir

Leikurinn var gríðalega mikilvægur í Evrópubaráttu beggja liða en fyrir leikinn í kvöld voru þau jöfn að stigum.

„Eins og við höfum alltaf sagt er þetta einn leikur í einu. Við erum búnir að vera nokkuð stabílir í ár en þessi leikur var vissulega ekki nógu góður. Það eru fjórir leikir eftir og við þurfum að spila þá með stæl og sjá hvert að það tekur okkur."

Ólafur Ingi hefur verið mikið í umræðunni í vikuna eftir atvik sem kom upp í leik Fylkis gegn KR þar sem að Beitir Ólafsson, markvörður KR, fékk rautt spjald. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, kallaði þá Óla svindlara en hefur beðið hann afsökunar á þeim ummælum.

„Þetta er bara í baksýnisspeglinum, gleymt og grafið og búið. Þannig að við höldum bara áfram, fjórir leikir eftir og spennandi landsleikur. Þannig að það er bara bjart framundan." sagði Ólafur Ingi að lokum.
Athugasemdir
banner