29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 04. desember 2020 12:47
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Sölvi fær þann tíma sem hann þarf
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er hæstánægður með að Kári Árnason og Þórður Ingason hafi skrifað undir nýja samninga.

„Kári er mjög hungraður, hann er óánægður eftir síðasta tímabil og vill bæta upp fyrir það. Mögulega var það ósanngjarnt gagnvart Dodda að hann missti sæti sitt eftir síðasta ár þar sem við urðum bikarmeistarar. En hann var mjög flottur, studdi við Ingvar og var frábær á æfingum. Ég veit að það voru fullt af liðum á eftir Dodda," sagði Arnar við Fótbolta.net.

„Kári er vanalega ekki meiðslagjarn en var óheppinn í sumar. Þetta var ekki venjulegt tímabil hjá honum. Hann hugsar vel um sig og ég býst við miklu af honum næsta sumar."

Enn er óvissa með Sölva Geir Ottesen sem fór í aðgerð nýlega. Víkingar vilja bíða og sjá hvernig málin þróast hjá honum.

„Sölvi fór í aðgerð fyrir tveimur vikum sem heppnaðist vel. Hann þarf sinn bara tíma. Vonandi kemur í ljós að þetta er minna mál en við héldum. Við gefum honum allan tímann sem hann þarf. Við sjáum hann ekki fyrr en í janúar, kannski febrúar. Ef hann telur sig í nægilega góðu standi til að spila þá mun hann gera það," sagði Arnar en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner