Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   fös 04. desember 2020 12:47
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Sölvi fær þann tíma sem hann þarf
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er hæstánægður með að Kári Árnason og Þórður Ingason hafi skrifað undir nýja samninga.

„Kári er mjög hungraður, hann er óánægður eftir síðasta tímabil og vill bæta upp fyrir það. Mögulega var það ósanngjarnt gagnvart Dodda að hann missti sæti sitt eftir síðasta ár þar sem við urðum bikarmeistarar. En hann var mjög flottur, studdi við Ingvar og var frábær á æfingum. Ég veit að það voru fullt af liðum á eftir Dodda," sagði Arnar við Fótbolta.net.

„Kári er vanalega ekki meiðslagjarn en var óheppinn í sumar. Þetta var ekki venjulegt tímabil hjá honum. Hann hugsar vel um sig og ég býst við miklu af honum næsta sumar."

Enn er óvissa með Sölva Geir Ottesen sem fór í aðgerð nýlega. Víkingar vilja bíða og sjá hvernig málin þróast hjá honum.

„Sölvi fór í aðgerð fyrir tveimur vikum sem heppnaðist vel. Hann þarf sinn bara tíma. Vonandi kemur í ljós að þetta er minna mál en við héldum. Við gefum honum allan tímann sem hann þarf. Við sjáum hann ekki fyrr en í janúar, kannski febrúar. Ef hann telur sig í nægilega góðu standi til að spila þá mun hann gera það," sagði Arnar en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner