Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
„Trúi ekki á grýlur en það er eitthvað helvíti sem er að trufla okkur"
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
   fös 05. ágúst 2022 22:41
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús um sokkinn: Þakka Blikum kærlega fyrir sendinguna
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Magnús Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vissum það að við værum að fara mæta mjög góðu fótboltaliði en við höfum svo sem mætt þeim áður og gengið vel gegn þeim undanfarið en við biðum lægri hlut í dag. Langt síðan við spiluðum síðast og þetta er svolítið skrýtin tilfinning og er eins og að byrja nýtt mót. “ Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur eftir 3-0 tap Keflavíkur gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld. En alls eru 47 dagar síðan að Keflavík lék síðast mótsleik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Keflavík

Framan af fyrri hálfleik hélt vörn Keflavíkur með Samönthu í markinu fyrir aftan sig Blikaliðinu í skefjum. Á lokaandartaki fyrri hálfleiks brast þó varnarmúrinn og Clara Sigurðardóttir kom Breiðablik 1-0 með síðustu spyrnu hálfleiksins. Alvöru kjaftshögg að fara með inn í hálfleik?

„Að fá mark á sig í blálok fyrri hálfleiks var mjög slæm tímasetning og það breyttist allt hvað maður ætlaði að fara að gera í hálfleiksræðunni.“

Erin Amy Longsden enskur framherji sem miðlar sögðu frá að hefði gengið til liðs við Keflavík var ekki með liðinu í dag. Um það hvort hún væri væntanleg á völlinn sagði Gunnar.

„Hún verður bara ekkert með okkur. Það er nú svolítið gaman að þessari fréttamennsku, þetta er nú bara stelpa sem að býr hérna á Íslandi og flutti einhvertíman í vor. Hún er Englendingur og við erum með þrjár utan Evrópu og hún er bara farin að vinna. Á kærasta á Íslandi og er bara að spila með 2,flokknum en er búinn að æfa með okkur síðan í vor þannig að þetta var svolítið blásið upp. “

Fréttaritari fékk það hlutverk að færa Gunnari sokk að gjöf frá liði Breiðabliks sem er tilvísun í sokk sem Gunnar færði Helenu Ólafsdóttur og sérfræðingum Stöðvar 2 Sport eftir sigur Keflavíkur á Breiðablik fyrr í sumar.

„Það er ágætt að þær geti verið góðar með sig núna. Við erum búin að fara illa með þær bæði í fyrra og í fyrri leiknum. Auðvitað vorum við hátt uppi eftir tvo leiki, annað væri fásinna verandi með sex stig eftir fyrstu tvo leikina. Ágætt að minna mig á þetta og Ási glottir hérna fyrir aftan þannig að hann á greinilega sök á þessu eða sá um þetta. En þetta er nú bara til gamans gert og örugglega hlakkað í mörgum þegar ég sagði þetta en ég þakka Blikum bara kærlega fyrir sendinguna.“

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner