Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fös 05. ágúst 2022 22:41
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús um sokkinn: Þakka Blikum kærlega fyrir sendinguna
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Magnús Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vissum það að við værum að fara mæta mjög góðu fótboltaliði en við höfum svo sem mætt þeim áður og gengið vel gegn þeim undanfarið en við biðum lægri hlut í dag. Langt síðan við spiluðum síðast og þetta er svolítið skrýtin tilfinning og er eins og að byrja nýtt mót. “ Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur eftir 3-0 tap Keflavíkur gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld. En alls eru 47 dagar síðan að Keflavík lék síðast mótsleik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Keflavík

Framan af fyrri hálfleik hélt vörn Keflavíkur með Samönthu í markinu fyrir aftan sig Blikaliðinu í skefjum. Á lokaandartaki fyrri hálfleiks brast þó varnarmúrinn og Clara Sigurðardóttir kom Breiðablik 1-0 með síðustu spyrnu hálfleiksins. Alvöru kjaftshögg að fara með inn í hálfleik?

„Að fá mark á sig í blálok fyrri hálfleiks var mjög slæm tímasetning og það breyttist allt hvað maður ætlaði að fara að gera í hálfleiksræðunni.“

Erin Amy Longsden enskur framherji sem miðlar sögðu frá að hefði gengið til liðs við Keflavík var ekki með liðinu í dag. Um það hvort hún væri væntanleg á völlinn sagði Gunnar.

„Hún verður bara ekkert með okkur. Það er nú svolítið gaman að þessari fréttamennsku, þetta er nú bara stelpa sem að býr hérna á Íslandi og flutti einhvertíman í vor. Hún er Englendingur og við erum með þrjár utan Evrópu og hún er bara farin að vinna. Á kærasta á Íslandi og er bara að spila með 2,flokknum en er búinn að æfa með okkur síðan í vor þannig að þetta var svolítið blásið upp. “

Fréttaritari fékk það hlutverk að færa Gunnari sokk að gjöf frá liði Breiðabliks sem er tilvísun í sokk sem Gunnar færði Helenu Ólafsdóttur og sérfræðingum Stöðvar 2 Sport eftir sigur Keflavíkur á Breiðablik fyrr í sumar.

„Það er ágætt að þær geti verið góðar með sig núna. Við erum búin að fara illa með þær bæði í fyrra og í fyrri leiknum. Auðvitað vorum við hátt uppi eftir tvo leiki, annað væri fásinna verandi með sex stig eftir fyrstu tvo leikina. Ágætt að minna mig á þetta og Ási glottir hérna fyrir aftan þannig að hann á greinilega sök á þessu eða sá um þetta. En þetta er nú bara til gamans gert og örugglega hlakkað í mörgum þegar ég sagði þetta en ég þakka Blikum bara kærlega fyrir sendinguna.“

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner