Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 07. ágúst 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
„Það er gott að vera í Víkingi"
Viktor Örlygur Andrason, miðjumaður Víkings.
Viktor Örlygur Andrason, miðjumaður Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst mjög vel í mig. Ég hlakka til og er spenntur fyrir morgundeginum," segir Viktor Örlygur Andrason, leikmaður Víkings, í samtali við Fótbolta.net.

Á morgun spilar Víkingur fyrri leik sinn gegn Flora Tallinn frá Eistlandi í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.

„Aron og Markús (leikgreinendur Víkings) hafa greint þá vel og fóru yfir þá í gær. Svo fór Arnar yfir leikplanið í dag. Við skoðuðum sjálfir þá leikmenn sem við þurfum að skoða. Við förum vel yfir þá," segir Viktor Örlygur.

„Mér líst vel á möguleikana. Við þurfum að eiga góðan leik á morgun og nýta okkur heimaleikinn. Það verður ekki létt. Það skiptir miklu máli að nýta heimavöllinn. Við höfum séð það í síðustu tveimur einvígum að það getur hjálpað mjög mikið."

Víkingar hafa náð að snúa slæmu gengi við á undanförnum dögum og er bjart yfir félaginu þessa dagana; Víkingar eru á toppi Bestu deildarinnar, á leið í bikarúrslitaleik enn eitt árið og eru í raunhæfum möguleika að komast í riðlakeppni.

„Það er gott að vera í Víkingi. Það skiptir miklu máli að klára þetta núna og þá förum við að hugsa um næsta mál," segir Viktor en hann var svo spurður út í nýjasta leikmann Víkings, Tarik Ibrahimagic, í viðtalinu.

„Ég held að þetta sé góð viðbót. Það var róleg æfing í dag en það sáust taktar. Ég held að hann passi vel inn í hópinn, bæði persónan og fótboltamaðurinn."

„Við þurfum að njóta þess að spila fyrir framan fulla stúku. Við erum varla að æfa á milli leikja og það er það sem við viljum vera að gera. Þetta eru allt stórir leikir og þess vegna erum við í þessu," sagði Viktor að lokum.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner