Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 07. ágúst 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
„Það er gott að vera í Víkingi"
Viktor Örlygur Andrason, miðjumaður Víkings.
Viktor Örlygur Andrason, miðjumaður Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst mjög vel í mig. Ég hlakka til og er spenntur fyrir morgundeginum," segir Viktor Örlygur Andrason, leikmaður Víkings, í samtali við Fótbolta.net.

Á morgun spilar Víkingur fyrri leik sinn gegn Flora Tallinn frá Eistlandi í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.

„Aron og Markús (leikgreinendur Víkings) hafa greint þá vel og fóru yfir þá í gær. Svo fór Arnar yfir leikplanið í dag. Við skoðuðum sjálfir þá leikmenn sem við þurfum að skoða. Við förum vel yfir þá," segir Viktor Örlygur.

„Mér líst vel á möguleikana. Við þurfum að eiga góðan leik á morgun og nýta okkur heimaleikinn. Það verður ekki létt. Það skiptir miklu máli að nýta heimavöllinn. Við höfum séð það í síðustu tveimur einvígum að það getur hjálpað mjög mikið."

Víkingar hafa náð að snúa slæmu gengi við á undanförnum dögum og er bjart yfir félaginu þessa dagana; Víkingar eru á toppi Bestu deildarinnar, á leið í bikarúrslitaleik enn eitt árið og eru í raunhæfum möguleika að komast í riðlakeppni.

„Það er gott að vera í Víkingi. Það skiptir miklu máli að klára þetta núna og þá förum við að hugsa um næsta mál," segir Viktor en hann var svo spurður út í nýjasta leikmann Víkings, Tarik Ibrahimagic, í viðtalinu.

„Ég held að þetta sé góð viðbót. Það var róleg æfing í dag en það sáust taktar. Ég held að hann passi vel inn í hópinn, bæði persónan og fótboltamaðurinn."

„Við þurfum að njóta þess að spila fyrir framan fulla stúku. Við erum varla að æfa á milli leikja og það er það sem við viljum vera að gera. Þetta eru allt stórir leikir og þess vegna erum við í þessu," sagði Viktor að lokum.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner