Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   mán 08. júlí 2024 22:00
Haraldur Örn Haraldsson
Heimir Guðjóns: Við gerum mistök og þeir jöfnuðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Heimir Guðjónsson þjálfari FH var í viðtali eftir leik þeirra gegn KA í kvöld. Leikurinn endaði 1-1 þar sem liðin áttu oft erfitt með að skapa opin færi.


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 KA

„Við vorum kannski ekki að spila okkar besta leik en samt sem áður þá komumst við yfir. Fyrri hálfleikurinn var ekki góður, eða þannig séð að við náum að halda boltanum, koma honum úr vörninni og inn á miðjuna. Það vantaði svona framhald af því sem við vorum að gera sóknarlega. KA menn eru náttúrulega með mjög sterkt varnarlið og hafa verið betri og betri eftir því sem hefur liðið á. Það var kannski svona vandræðin. Við vorum betri í seinni hálfleik og mér fannst í sjálfu sér ekki KA líklegir þannig lagað séð. Hallgrímur fékk held ég eitt hálf færi. KA var svolítið að bíða eftir því að við myndum gera mistök, við gerum mistök og þeir jöfnuðu leikinn. Svo fáum við góð færi til að klára leikinn en við nýttum þau ekki. Við fengum góð upphlaup í fyrri hálfleik en sendingar á síðasta þriðjungi voru ekki nógu góðar."

FH er núna í miðri heimaleikja hrinu. Þeir hafa spilað 3 heimaleiki í röð og hafa ekki enn tapað í þeim leikjum, svo eiga þeir 2 heimaleiki í röð næst.

„Við unnum frábæran sigur hérna á móti Breiðablik og við kannski náum ekki alveg að fylgja því eftir hérna í kvöld. Næst er bara erfiður leikur á móti HK og við þurfum bara að æfa vel í vikunni og vera klárir þá. HK tapaði síðast stórt og særð dýr eru alltaf hættuleg þannig við þurfum að undirbúa þann leik mjög vel."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Þar talar Heimir nánar um önnur atvik sem gerðust í leiknum.


Athugasemdir
banner
banner