Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   sun 08. september 2019 19:27
Ester Ósk Árnadóttir
Gregg: Ég er algjörlega orðlaus
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er algjörlega orðlaus. Ég hef aldrei verið í þessari aðstöðu áður að tapa svona illa þannig þetta er í fyrsta skipti fyrir mig. Þetta er bara vandræðalegt," sagði Gregg þjálfari Þór eftir 1-7 tap á móti Fjölnir á Þórsvellinum í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  7 Fjölnir

Þór fékk á sig sjö mörk í leiknum.

„Það var mjög margt sem fór úrskeiðis í dag. Þetta er eitthvað sem við verðum að ræða því þetta má bara ekki gerast. Í seinni hálfleik var þetta mjög auðvelt fyrir þá, öll hlaup voru auðveld hjá þeim."

Orri Sigurjóns fékk rautt spjald á 54 mínútu fyrir pirringsbrot.

„Það í raun skiptir engu máli hvort hann hefði átt að fá þetta rauða spjald. Það hefði ekki haft nein áhrif á leikinn eins og hann var að þróast."

Þór á tvo leiki eftir í deildinni.

„Í næstu tveimur leikjum skiptir máli að spila upp á stoltið. Ég vona að leikmennirnir séu jafn sammála mér um það. Það er í raun það sem við getum gert. Það er að spila upp á stoltið."

Þór þarf að vona að Grótta tapi í kvöld til að vera í séns að fara upp í Pepsí Max en Gregg telur að það verði ekki miða við spilamennskuna í dag.

„Nei við eigum ekki séns þegar við erum að spila eins og við spiluðum í dag."

Þór var búið að fá á sig 20 mörk í 19 leikjum fyrir leikinn í dag.

„Ef þú skoðar hvernig við höfum verið að spila á þessu tímabili þá höfum við líklega verið besta varnarlið deildarinnar og allt í einu fáum við á okkur sjö. Það er margt sem fór úrskeiðis. Við förum aftur í grunnatriðin og gerum það sem við höfum verið að gera vel. Nú er að spila fyrir stoltið, ástríðuna, fyrir klúbbinn og leyfa þessu ekki að gerast aftur."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner