Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   fös 09. september 2022 19:43
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Ási: Mér finnst þetta móðgun að þurfa að taka þátt í þessu
Kvenaboltinn
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks var ósáttur í lok leiks
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks var ósáttur í lok leiks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ásmundur Arnarsson var allt annað en sáttur eftir leik ÍBV og Breiðabliks í Bestu deild kvenna í kvöld en liðin skildu jöfn í markalausum leik. Aðstæður voru vægast sagt erfiðar enda mikil rigning og völlurinn gríðarlega blautur.

„Fyrstu viðbrögð eru að ég er hrikalega feginn að enginn slasaðist hérna í dag. Þetta voru skelfilegar aðstæður og ég vildi stoppa leik eftir 8 mínútur því mér fannst þetta algjörlega óleikhæft. Þegar þú getur ekki rekið boltann áfram, þú getur ekki sent hann, hann stoppar, leikmenn eru að lenda saman og renna. Það er bara ekki boðlegt. Mér finnst þetta móðgun að þurfa að taka þátt í þessu við þessar aðstæður. Ég er alveg til í að koma til Eyja og spila í rigningu og roki, það er ekkert mál, en vallaraðstæður voru bara ekki boðlegar. Það eru fyrstu viðbrögð, ég er svekktur með það að þurfa að spila þetta svona. En ég er feginn að enginn slasaðist."

Það vakti athygli vallargesta að leikurinn var stöðvaður á 26. mínútu þar sem Ási og Elías Ingi Árnason dómari leiksins virtust ræða um hvort halda ætti leiknum áfram.

„Við náttúrulega ræddum þetta fyrir leik og ég spurði hvað þyrfti til og hann fór yfir það. Þegar það voru 8-10 mínútur búnar þá fannst mér bara þær aðstæður vera komnar, að það væri ekki hægt að spila leik við þetta. Þannig mér fannst þetta ekki boðlegt og það er bara eins og það er," sagði Ási.

Dómarinn var þá ekki sammála Ása.

„Nei, nei, dómari og mótastjóri mátu þetta saman og í hálfleik var metið aftur að það ætti að halda áfram að spila. Fyrir hvorugt liðið þá finnst mér þetta rétt."


Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  0 Breiðablik

„Ég er sáttur með baráttuna og hvað þær lögðu í þetta. Það var bara ekki hægt að spila fótbolta við þessar aðstæður og það er bara eins og það er. Ekkert út á leikmenn að sakast, hvorugu megin."

Eftir leiki kvöldsins er Breiðablik búið að missa Val sex stigum frá sér, en Valur vann sannfærandi 6-0 sigur á KR á Meistaravöllum. Valur og Breiðablik mætast á þriðjudaginn á Origo vellinum.

„Já,já, þetta er erfitt, við erum búin að gera okkur þetta erfitt fyrir fyrr í sumar og þetta hjálpaði ekki til, hjálpaði ekki mótinu, hjálpaði ekki okkur. En við höldum áfram," sagði Ási að lokum.


Athugasemdir