Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
banner
   fös 09. september 2022 19:43
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Ási: Mér finnst þetta móðgun að þurfa að taka þátt í þessu
Kvenaboltinn
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks var ósáttur í lok leiks
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks var ósáttur í lok leiks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ásmundur Arnarsson var allt annað en sáttur eftir leik ÍBV og Breiðabliks í Bestu deild kvenna í kvöld en liðin skildu jöfn í markalausum leik. Aðstæður voru vægast sagt erfiðar enda mikil rigning og völlurinn gríðarlega blautur.

„Fyrstu viðbrögð eru að ég er hrikalega feginn að enginn slasaðist hérna í dag. Þetta voru skelfilegar aðstæður og ég vildi stoppa leik eftir 8 mínútur því mér fannst þetta algjörlega óleikhæft. Þegar þú getur ekki rekið boltann áfram, þú getur ekki sent hann, hann stoppar, leikmenn eru að lenda saman og renna. Það er bara ekki boðlegt. Mér finnst þetta móðgun að þurfa að taka þátt í þessu við þessar aðstæður. Ég er alveg til í að koma til Eyja og spila í rigningu og roki, það er ekkert mál, en vallaraðstæður voru bara ekki boðlegar. Það eru fyrstu viðbrögð, ég er svekktur með það að þurfa að spila þetta svona. En ég er feginn að enginn slasaðist."

Það vakti athygli vallargesta að leikurinn var stöðvaður á 26. mínútu þar sem Ási og Elías Ingi Árnason dómari leiksins virtust ræða um hvort halda ætti leiknum áfram.

„Við náttúrulega ræddum þetta fyrir leik og ég spurði hvað þyrfti til og hann fór yfir það. Þegar það voru 8-10 mínútur búnar þá fannst mér bara þær aðstæður vera komnar, að það væri ekki hægt að spila leik við þetta. Þannig mér fannst þetta ekki boðlegt og það er bara eins og það er," sagði Ási.

Dómarinn var þá ekki sammála Ása.

„Nei, nei, dómari og mótastjóri mátu þetta saman og í hálfleik var metið aftur að það ætti að halda áfram að spila. Fyrir hvorugt liðið þá finnst mér þetta rétt."


Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  0 Breiðablik

„Ég er sáttur með baráttuna og hvað þær lögðu í þetta. Það var bara ekki hægt að spila fótbolta við þessar aðstæður og það er bara eins og það er. Ekkert út á leikmenn að sakast, hvorugu megin."

Eftir leiki kvöldsins er Breiðablik búið að missa Val sex stigum frá sér, en Valur vann sannfærandi 6-0 sigur á KR á Meistaravöllum. Valur og Breiðablik mætast á þriðjudaginn á Origo vellinum.

„Já,já, þetta er erfitt, við erum búin að gera okkur þetta erfitt fyrir fyrr í sumar og þetta hjálpaði ekki til, hjálpaði ekki mótinu, hjálpaði ekki okkur. En við höldum áfram," sagði Ási að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner