Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   mán 10. júní 2024 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daníel fer líklega á láni í sumar - „Ég segi bara takk við hann"
Stoðsendingahæstur tvö tímabil í röð.
Stoðsendingahæstur tvö tímabil í röð.
Mynd: FC Midtjylland
Danskur meistari tvö ár í röð.
Danskur meistari tvö ár í röð.
Mynd: Aðsend
Með U19 landsliðinu á EM í fyrra.
Með U19 landsliðinu á EM í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Lúðvík Gunnarsson
Lúðvík Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistari bæði tímabilin með U19.
Meistari bæði tímabilin með U19.
Mynd: FC Midtjylland
„Það verður að öllum líkindum lán, líklegast til Fredericia í 1. deildinni. En það er ekki alveg ákveðið. Við bíðum og sjáum hverjir möguleikarnir verða þegar ég kem til baka úr sumarfríi," sagði Daníel Freyr Kristjánsson, leikmaður Midtjylland, við Fótbolta.net.

Daníel er vinstri bakvörður sem leikið hefur með U19 ára liði Midtjylland í tvö tímabil. Hann er genginn upp úr U19 ára liðinu, verður 19 ára í ágúst.

„Við höfum eitthvað skoðað það (að taka undirbúningstímabilið með Midtjylland), erum að skoða stöðuna."

Eru góð tengsl milli Midtjylland og Fredericia?

„Það eru mjög góð tengsl milli félaganna. Sem leikmaður frá Midtjylland, ef maður gerir vel, þá fær maður mikinn spiltíma þarna. Það er mikilvægt þegar maður fer á láni. Fredericia spilar góðan bolta, vilja halda í boltann og það hentar mér betur en varnarbolti. Mér finnst þetta passa mér vel og ég er til í þetta."

Daníel var keyptur frá Stjörnunni sumarið 2022 og hefur hann orðið danskur meistari í tvígang og var í bæði skiptin stoðsendingahæstur í U19 deildinni.

„Þetta hefur verið mjög gott, ég hef eignast marga vini og þetta hefur liðið hratt. Ég er búinn að venjast lífinu í Danmörku, þetta er svipað og á Íslandi. Ég hef alveg hugsað hvernig þetta væri á Íslandi, það væri alveg vel gaman, en ég valdi að fara út."

Sá ekki tilganginn í því að koma heim
Það voru einhverjar sögur í vetur um að Daníel gæti farið á láni til Stjörnunnar. „Það hefði alveg verið gaman, það var eitthvað smá tal, ég var á þeim tímapunkti að æfa mikið með aðalliðinu og í mjög góðri stöðu - var að spila vel með U19 og fékk sénsinn með Midtjylland í æfingaleikjum í vetur. Ég sá því ekki tilganginn í því að fara heim í Stjörnuna."

Erfitt að brjóta sér leið í aðalliðið
Aðallið Midtjylland varð meistari á dögunum. Daníel var einu sinni nálægt því að vera í hóp í meistaraumspilinu.

„Hægri bakvörðurinn hjá okkur meiddist en það gerðist ekki (að ég fékk kallið). Það var annar maður sem kom inn. Hópurinn er mjög breiður og mjög erfitt að brjóta sér leið inn í hann. Það er góður kúltúr í félaginu núna."

„Getustigið í U19 er miklu betra en fólk heldur. Það eru mjög góðir leikmenn í deildinni. Ég keppi oft á móti mjög góðum gæjum."


Með mjög góðan kantmann með sér
Af hverju er vinstri bakvörður svona stoðsendingahár?

„Leikplanið okkar er þannig að ég fæ fría rullu sóknarlega. Ég get nánast farið upp hvenær sem ég vil og ég er líka með mjög góðan kantmann með mér sem sendir alltaf á mig á réttum tímapunktum."

„Í fyrra vorum við með langbesta liðið, en núna var enginn að búast við því að við myndum vinna. Það fóru eiginlega allir úr liðinu. Við byrjuðum frekar illa en svo myndaðist liðið, náðum að halda því liði og unnum ellefu leiki í röð og unnum deildina."


Daníel segir frá vonbrigðunum úr Evrópukeppni unglingaliða þar sem Midtjylland féll úr leik í útsláttarkeppninni á grátlegan hátt gegn RB Leipzig. „Það vissi enginn hvernig þeir áttu að vera inni í klefa," sagði Daníel meðal annars.

Færður af kantinum í bakvörðinn
Er vinstri bakvarðarstaðan framtíðarstaðan?

„Klárt mál. Mér finnst ég bestur í þeirri stöðu, kemur mest út úr mér þar. Nei, alls ekki, ég byrjaði að spila stöðuna með landsliðinu, var áður á hægri kanti. Erlend félög fylgdust með mér í landsliðinu og ég var fenginn sem bakvörður. Ég var aldrei bakvörður í Stjörnunni. Það var Lúlli (Lúðvík Gunnarsson) sem setti mig í bakvörðinn. Ég segi bara takk við hann."

Geðveikt að fá kallið í U21
Daníel var valinn í U21 landsliðið í fyrsta sinn í mars. Hann kom við sögu gegn Tékklandi í undankeppni EM.

„Markmiðið er auðvitað að halda sér í hópnum. Það er mjög gaman með U21, hátempó leikir. Það var geðveikt að fá kallið í mars og fá svo að spila einn hálfleik, ég var ekki að búast við því. Ég var bara að búast við því að hita upp, kannski að fá fimm mínútur. Það kom mér á óvart að fá að spila," sagði Daníel.

Í viðtalinu ræðir Daníel um Sverri Inga Ingason og Stjörnuna. Það má sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner