Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   sun 11. febrúar 2024 23:59
Sölvi Haraldsson
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var allt í lagi. Seinni hálfleikurinn var mjög góður, fyrri hálfleikurinn var þó kaflaskiptur. Byrjuðum ekki vel, eins og hefur gerst oft áður hjá okkur, en í seinni hálfleik vorum við bara betri. Sérstaklega eftir að þeir fá þetta rauða spjald þá vorum við bara með stjórn á þessu. Leiðinlegt að gefa þeim mark í lokin en góður sigur.“ sagði Árni Freyr Guðnason eftir 4-2 sigur ÍR-inga á Þrótti í kvöld.


Árni var mun sáttari með seinni hálfleik sinna manna en þann fyrri. Hann telur að liðið hafi þorað að halda betur í boltann og þorað að spila honum meira fram á við í seinni hálfleiknum.

Við vorum mun aggresívari og þorðum að spila boltanum meira í seinni hálfeik. Við spiluðum meira fram á við og héldum vel í boltann, það er eitthvað sem ég og Jói höfum verið að tala mikið um eftir að við tókum við. Þegar við erum ekki að gera það erum við ekki góðir en við náum mjög góðum spilköflum þegar við þorum að halda í boltann. Við þurfum ekkert mörg færi til þess að skora, skorum fjögur í dag.“

Árni var ánægður með Guðjón Mána í dag sem skoraði tvö mörk. Hann segir að Jói, hinn aðalþjálfari ÍR, sé búinn að vera með hann og láta hann vita að mörkin munu koma ef hann er mættur á réttan stað.

Það hefur vantað smá hjá honum að klára færin. Hann hefur alveg fengið færi og gert mjög vel í öðrum þáttum leiksins. Jói er búinn að vera með hann og er að láta hann vita að mörkin koma ef hann er kominn á rétta staðinn. Þessi tvö mörk eru mjög mikil sentera mörk. Bæði skoruð á marklínunni en þú þarft að vera þar til að skora þau.“

Árna finnst mikilvægt að vinna þessa leiki til að geta sýnt öðrum og þeim sjálfum að þeir eiga erindi í þessi lið.

Það skiptir alltaf máli að vinna. Við þurfum að sýna öðrum og okkur sjálfum að við eigum alveg erindi í þessi lið. Við eigum samt þrjú Úrvalsdeildarlið líka í þessum riðli. Það er bara næsti leikur sem er á móti.... „á móti hverjum er hann Jói?“, ég man það ekki en það er leikur á laugardaginn.“ sagði Árni Freyr Guðnason eftir 4-2 sigur á Þrótti Reykjavík en næsti leikur hjá ÍR er á laugardaginn gegn Fram.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner