Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
Sigurður Bjartur: Gat ekki klúðrað þessu færi
Haddi: Gefum of einföld mörk
   sun 11. febrúar 2024 23:59
Sölvi Haraldsson
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var allt í lagi. Seinni hálfleikurinn var mjög góður, fyrri hálfleikurinn var þó kaflaskiptur. Byrjuðum ekki vel, eins og hefur gerst oft áður hjá okkur, en í seinni hálfleik vorum við bara betri. Sérstaklega eftir að þeir fá þetta rauða spjald þá vorum við bara með stjórn á þessu. Leiðinlegt að gefa þeim mark í lokin en góður sigur.“ sagði Árni Freyr Guðnason eftir 4-2 sigur ÍR-inga á Þrótti í kvöld.


Árni var mun sáttari með seinni hálfleik sinna manna en þann fyrri. Hann telur að liðið hafi þorað að halda betur í boltann og þorað að spila honum meira fram á við í seinni hálfleiknum.

Við vorum mun aggresívari og þorðum að spila boltanum meira í seinni hálfeik. Við spiluðum meira fram á við og héldum vel í boltann, það er eitthvað sem ég og Jói höfum verið að tala mikið um eftir að við tókum við. Þegar við erum ekki að gera það erum við ekki góðir en við náum mjög góðum spilköflum þegar við þorum að halda í boltann. Við þurfum ekkert mörg færi til þess að skora, skorum fjögur í dag.“

Árni var ánægður með Guðjón Mána í dag sem skoraði tvö mörk. Hann segir að Jói, hinn aðalþjálfari ÍR, sé búinn að vera með hann og láta hann vita að mörkin munu koma ef hann er mættur á réttan stað.

Það hefur vantað smá hjá honum að klára færin. Hann hefur alveg fengið færi og gert mjög vel í öðrum þáttum leiksins. Jói er búinn að vera með hann og er að láta hann vita að mörkin koma ef hann er kominn á rétta staðinn. Þessi tvö mörk eru mjög mikil sentera mörk. Bæði skoruð á marklínunni en þú þarft að vera þar til að skora þau.“

Árna finnst mikilvægt að vinna þessa leiki til að geta sýnt öðrum og þeim sjálfum að þeir eiga erindi í þessi lið.

Það skiptir alltaf máli að vinna. Við þurfum að sýna öðrum og okkur sjálfum að við eigum alveg erindi í þessi lið. Við eigum samt þrjú Úrvalsdeildarlið líka í þessum riðli. Það er bara næsti leikur sem er á móti.... „á móti hverjum er hann Jói?“, ég man það ekki en það er leikur á laugardaginn.“ sagði Árni Freyr Guðnason eftir 4-2 sigur á Þrótti Reykjavík en næsti leikur hjá ÍR er á laugardaginn gegn Fram.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner