Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fim 11. júlí 2024 22:14
Stefán Marteinn Ólafsson
Hólmar Örn: Förum bara út kokhraustir og ætlum að ná í úrslit þar
Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals
Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn tóku á móti Vllaznia á N1 vellinum á Hlíðarenda í kvöld þegar 1.umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar fór fram.

Valsmenn voru heilt yfir sterkari aðilinn í kvöld en þrátt fyrir það voru þeir stálheppnir að jafna leikinn og fara með jafna stöðu til Albaníu í seinni leikinn.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Vllaznia

„Svekkjandi. Mér fannst við vera miklu betri en þeir þó svo að við höfum kannski ekki átt okkar besta dag í dag. Svekkjandi að fá á okkur þessi tvö mörk og skora ekki fleirri." Sagði Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals eftir leikinn í kvöld.

„Mér fannst við vera með öll tök og höld á leiknum allan leikinn í rauninni. Þeir komust upp í einhver upphlaup og voru að reyna pressa okkur en mér fannst við leysa vel úr því."

"Við sköpuðum okkur fullt af færum en fáum á okkur þessi tvö klaufalegu mörk og við hefðum getað sett okkur í betri stöðu fyrir leikinn eftir viku en við förum bara út kokhraustir og ætlum að ná í úrslit þar."

Valsmenn voru nýorðnir einum fleirri þegar þeir fengu mark á sig sem var mikið högg.

„Já það var mikið högg en málið með þetta er þú ert alltaf með það bakvið eyrað að það er annar leikur og þú þarft svolítið að passa þig að vera ekki að kasta leiknum upp í einhverja vitleysu þó að það séu bara 10  mín eftir og þú sért komin undir. Fara með eitt mark niður er betra en að fara með tvö mörk niður þannig við þurftum að halda skipurlagi og mér fannst við gera það fagmannlega undir lokinn og náum að klóra í bakkann og sækja jafntefli." 

Nánar er rætt við Hólmar Örn Eyjólfsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner