Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   fim 11. júlí 2024 22:14
Stefán Marteinn Ólafsson
Hólmar Örn: Förum bara út kokhraustir og ætlum að ná í úrslit þar
Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals
Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn tóku á móti Vllaznia á N1 vellinum á Hlíðarenda í kvöld þegar 1.umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar fór fram.

Valsmenn voru heilt yfir sterkari aðilinn í kvöld en þrátt fyrir það voru þeir stálheppnir að jafna leikinn og fara með jafna stöðu til Albaníu í seinni leikinn.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Vllaznia

„Svekkjandi. Mér fannst við vera miklu betri en þeir þó svo að við höfum kannski ekki átt okkar besta dag í dag. Svekkjandi að fá á okkur þessi tvö mörk og skora ekki fleirri." Sagði Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals eftir leikinn í kvöld.

„Mér fannst við vera með öll tök og höld á leiknum allan leikinn í rauninni. Þeir komust upp í einhver upphlaup og voru að reyna pressa okkur en mér fannst við leysa vel úr því."

"Við sköpuðum okkur fullt af færum en fáum á okkur þessi tvö klaufalegu mörk og við hefðum getað sett okkur í betri stöðu fyrir leikinn eftir viku en við förum bara út kokhraustir og ætlum að ná í úrslit þar."

Valsmenn voru nýorðnir einum fleirri þegar þeir fengu mark á sig sem var mikið högg.

„Já það var mikið högg en málið með þetta er þú ert alltaf með það bakvið eyrað að það er annar leikur og þú þarft svolítið að passa þig að vera ekki að kasta leiknum upp í einhverja vitleysu þó að það séu bara 10  mín eftir og þú sért komin undir. Fara með eitt mark niður er betra en að fara með tvö mörk niður þannig við þurftum að halda skipurlagi og mér fannst við gera það fagmannlega undir lokinn og náum að klóra í bakkann og sækja jafntefli." 

Nánar er rætt við Hólmar Örn Eyjólfsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner