Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   fim 11. júlí 2024 22:52
Elvar Geir Magnússon
Úlfur: Leikmaður Leiknis sló Dag Austmann í hnakkann
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson.
Úlfur Arnar Jökulsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir er með sjö stiga forystu í Lengjudeildinni eftir 1-0 útisigur gegn Leikni í baráttuleik í Breiðholtinu. Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis ræddi við Fótbolta.net að leik loknum.

„Góður varnarleikur, mikil liðsheild og mikil vinna sem strákarnir lögðu á sig," svaraði Úlfur þegar hann var spurður að því hvað skóp sigur hans liðs.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  1 Fjölnir

„Leiknismenn eru rosa góðir að halda boltanum. Við hefðum oft getað gert betur í að pressa þá og klukka þá. Þeir opnuðu okkur ekki alveg upp á gátt."

Miðverðirnir Baldvin Þór Berndsen og Júlíus Mar Júlíusson léku enn og aftur frábærlega, með Halldór Snæ Georgsson þrusuflottan í rammanum. Það gengur erfiðlega fyrir lið í deildinni að brjóta þá á bak aftur.

„Þeir voru flottir í hjarta varnarinnar, það má samt ekki gleyma öllum hinum. Menn eru að hlaupa eins og brjálæðingar og Gummi Kalli stýrir liðinu eins og hershöfðingi inni á vellinum. Það er mikið umtal um þessa ungu stráka en það má ekki gleyma þessum gömlu," segir Úlfur og nefnir fleiri leikmenn sem eiga hrós skilið.

Í lok fyrri hálfleiks vildu Fjölnismenn fá rautt spjald á Marko Zivkovic, leikmann Leiknis.

„Leikmaður Leiknis sló Dag Austmann í hnakkann. Hann var blár og marinn í hálfleik og þetta var ljótt. Dómararnir sáu þetta ekki, þeir sjá ekki allt sem gerist. Þetta var leiðinlegt, þetta á ekki að sjást í fótbolta."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar er Úlfur spurður út í það hvort Fjölnir sé besta lið deildarinnar? Taflan lýgur ekki er það?
Athugasemdir
banner
banner