Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 11. júlí 2024 22:52
Elvar Geir Magnússon
Úlfur: Leikmaður Leiknis sló Dag Austmann í hnakkann
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson.
Úlfur Arnar Jökulsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir er með sjö stiga forystu í Lengjudeildinni eftir 1-0 útisigur gegn Leikni í baráttuleik í Breiðholtinu. Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis ræddi við Fótbolta.net að leik loknum.

„Góður varnarleikur, mikil liðsheild og mikil vinna sem strákarnir lögðu á sig," svaraði Úlfur þegar hann var spurður að því hvað skóp sigur hans liðs.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  1 Fjölnir

„Leiknismenn eru rosa góðir að halda boltanum. Við hefðum oft getað gert betur í að pressa þá og klukka þá. Þeir opnuðu okkur ekki alveg upp á gátt."

Miðverðirnir Baldvin Þór Berndsen og Júlíus Mar Júlíusson léku enn og aftur frábærlega, með Halldór Snæ Georgsson þrusuflottan í rammanum. Það gengur erfiðlega fyrir lið í deildinni að brjóta þá á bak aftur.

„Þeir voru flottir í hjarta varnarinnar, það má samt ekki gleyma öllum hinum. Menn eru að hlaupa eins og brjálæðingar og Gummi Kalli stýrir liðinu eins og hershöfðingi inni á vellinum. Það er mikið umtal um þessa ungu stráka en það má ekki gleyma þessum gömlu," segir Úlfur og nefnir fleiri leikmenn sem eiga hrós skilið.

Í lok fyrri hálfleiks vildu Fjölnismenn fá rautt spjald á Marko Zivkovic, leikmann Leiknis.

„Leikmaður Leiknis sló Dag Austmann í hnakkann. Hann var blár og marinn í hálfleik og þetta var ljótt. Dómararnir sáu þetta ekki, þeir sjá ekki allt sem gerist. Þetta var leiðinlegt, þetta á ekki að sjást í fótbolta."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar er Úlfur spurður út í það hvort Fjölnir sé besta lið deildarinnar? Taflan lýgur ekki er það?
Athugasemdir
banner
banner