Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
   fim 11. júlí 2024 22:52
Elvar Geir Magnússon
Úlfur: Leikmaður Leiknis sló Dag Austmann í hnakkann
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson.
Úlfur Arnar Jökulsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir er með sjö stiga forystu í Lengjudeildinni eftir 1-0 útisigur gegn Leikni í baráttuleik í Breiðholtinu. Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis ræddi við Fótbolta.net að leik loknum.

„Góður varnarleikur, mikil liðsheild og mikil vinna sem strákarnir lögðu á sig," svaraði Úlfur þegar hann var spurður að því hvað skóp sigur hans liðs.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  1 Fjölnir

„Leiknismenn eru rosa góðir að halda boltanum. Við hefðum oft getað gert betur í að pressa þá og klukka þá. Þeir opnuðu okkur ekki alveg upp á gátt."

Miðverðirnir Baldvin Þór Berndsen og Júlíus Mar Júlíusson léku enn og aftur frábærlega, með Halldór Snæ Georgsson þrusuflottan í rammanum. Það gengur erfiðlega fyrir lið í deildinni að brjóta þá á bak aftur.

„Þeir voru flottir í hjarta varnarinnar, það má samt ekki gleyma öllum hinum. Menn eru að hlaupa eins og brjálæðingar og Gummi Kalli stýrir liðinu eins og hershöfðingi inni á vellinum. Það er mikið umtal um þessa ungu stráka en það má ekki gleyma þessum gömlu," segir Úlfur og nefnir fleiri leikmenn sem eiga hrós skilið.

Í lok fyrri hálfleiks vildu Fjölnismenn fá rautt spjald á Marko Zivkovic, leikmann Leiknis.

„Leikmaður Leiknis sló Dag Austmann í hnakkann. Hann var blár og marinn í hálfleik og þetta var ljótt. Dómararnir sáu þetta ekki, þeir sjá ekki allt sem gerist. Þetta var leiðinlegt, þetta á ekki að sjást í fótbolta."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar er Úlfur spurður út í það hvort Fjölnir sé besta lið deildarinnar? Taflan lýgur ekki er það?
Athugasemdir
banner
banner