Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   fim 11. júlí 2024 22:52
Elvar Geir Magnússon
Úlfur: Leikmaður Leiknis sló Dag Austmann í hnakkann
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson.
Úlfur Arnar Jökulsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir er með sjö stiga forystu í Lengjudeildinni eftir 1-0 útisigur gegn Leikni í baráttuleik í Breiðholtinu. Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis ræddi við Fótbolta.net að leik loknum.

„Góður varnarleikur, mikil liðsheild og mikil vinna sem strákarnir lögðu á sig," svaraði Úlfur þegar hann var spurður að því hvað skóp sigur hans liðs.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  1 Fjölnir

„Leiknismenn eru rosa góðir að halda boltanum. Við hefðum oft getað gert betur í að pressa þá og klukka þá. Þeir opnuðu okkur ekki alveg upp á gátt."

Miðverðirnir Baldvin Þór Berndsen og Júlíus Mar Júlíusson léku enn og aftur frábærlega, með Halldór Snæ Georgsson þrusuflottan í rammanum. Það gengur erfiðlega fyrir lið í deildinni að brjóta þá á bak aftur.

„Þeir voru flottir í hjarta varnarinnar, það má samt ekki gleyma öllum hinum. Menn eru að hlaupa eins og brjálæðingar og Gummi Kalli stýrir liðinu eins og hershöfðingi inni á vellinum. Það er mikið umtal um þessa ungu stráka en það má ekki gleyma þessum gömlu," segir Úlfur og nefnir fleiri leikmenn sem eiga hrós skilið.

Í lok fyrri hálfleiks vildu Fjölnismenn fá rautt spjald á Marko Zivkovic, leikmann Leiknis.

„Leikmaður Leiknis sló Dag Austmann í hnakkann. Hann var blár og marinn í hálfleik og þetta var ljótt. Dómararnir sáu þetta ekki, þeir sjá ekki allt sem gerist. Þetta var leiðinlegt, þetta á ekki að sjást í fótbolta."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar er Úlfur spurður út í það hvort Fjölnir sé besta lið deildarinnar? Taflan lýgur ekki er það?
Athugasemdir