Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 11. september 2019 22:36
Mist Rúnarsdóttir
Hildur Antons: Maður hlýðir þessum kjúklingum
Kvenaboltinn
Hildur átti frábæra innkomu hjá Blikum
Hildur átti frábæra innkomu hjá Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við börðumst fram á 90. mínútu. Við héldum alltaf áfram þrátt fyrir að lenda tvisvar undir og náðum svo að komast yfir í lokin,“ sagði Hildur Antonsdóttir, leikmaður Breiðabliks, aðspurð um uppskriftina að sigrinum á Sparta Prag í fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Sparta Prag

Hildur hefur verið að glíma við meiðsli og byrjaði á bekknum í dag. Hún kom inná í stöðunni 2-1 fyrir gestunum og það er óhætt að segja að innkoma Hildar hafi breytt leiknum.

„Maður vill koma inná til að breyta leiknum og ég ákvað bara að setja baráttuna í fyrsta sæti. Mér fannst það alveg skila sér og ég komst þannig inn í leikinn.“

„Ég er ekki búin að spila í þrjár vikur svo það var uppsöfnuð spenna yfir að fá að spila aftur. Þetta voru fyrstu 30 mínúturnar og mér fannst þær ganga vel svo ég byggi ofan á það,“
sagði Hildur en hún lagði upp sigurmark Blika eftir mikla baráttu í vítateig tékkneska liðsins.

„Ég hefði getað skotið en fékk boltann í legghlífina og svo var fullt af mönnum í kringum mig en Karó kallaði á boltann út og ég bara hlýddi. Maður hlýðir þessum kjúklingum,“ sagði Hildur létt.

„Það gefur okkur meðbyr að vinna og við höldum bara áfram og reynum að vinna seinni leikinn líka,“ sagði Hildur að lokum en nánar er rætt við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner