29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mið 11. september 2019 22:36
Mist Rúnarsdóttir
Hildur Antons: Maður hlýðir þessum kjúklingum
Kvenaboltinn
Hildur átti frábæra innkomu hjá Blikum
Hildur átti frábæra innkomu hjá Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við börðumst fram á 90. mínútu. Við héldum alltaf áfram þrátt fyrir að lenda tvisvar undir og náðum svo að komast yfir í lokin,“ sagði Hildur Antonsdóttir, leikmaður Breiðabliks, aðspurð um uppskriftina að sigrinum á Sparta Prag í fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Sparta Prag

Hildur hefur verið að glíma við meiðsli og byrjaði á bekknum í dag. Hún kom inná í stöðunni 2-1 fyrir gestunum og það er óhætt að segja að innkoma Hildar hafi breytt leiknum.

„Maður vill koma inná til að breyta leiknum og ég ákvað bara að setja baráttuna í fyrsta sæti. Mér fannst það alveg skila sér og ég komst þannig inn í leikinn.“

„Ég er ekki búin að spila í þrjár vikur svo það var uppsöfnuð spenna yfir að fá að spila aftur. Þetta voru fyrstu 30 mínúturnar og mér fannst þær ganga vel svo ég byggi ofan á það,“
sagði Hildur en hún lagði upp sigurmark Blika eftir mikla baráttu í vítateig tékkneska liðsins.

„Ég hefði getað skotið en fékk boltann í legghlífina og svo var fullt af mönnum í kringum mig en Karó kallaði á boltann út og ég bara hlýddi. Maður hlýðir þessum kjúklingum,“ sagði Hildur létt.

„Það gefur okkur meðbyr að vinna og við höldum bara áfram og reynum að vinna seinni leikinn líka,“ sagði Hildur að lokum en nánar er rætt við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner