Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
Jói Bjarna: Ég tek seinna markið á mig
Emma Fanndal: Vorum mjög tilbúnar í þennan leik og það sást vel á vellinum
Stýrði Grindavík/Njarðvík upp í Bestu deild - „Þetta verður ömurlegt viðtal, sorry ég biðst afsökunar fyrirfram"
Ólafur Ingi eftir tap gegn Færeyjum: Áfall fyrir okkur að byrja svona
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
   lau 11. september 2021 16:56
Haraldur Örn Haraldsson
Siggi Raggi: Okkur fannst skrítið að dómararnir gripu ekki meira inn í
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur var nokkuð niðurlútinn eftir 0-2 tap gegn KR á heimavelli. Keflavík er í harðri baráttu um að halda sér uppi og þessi úrslit hjálpuðu ekki til í því.

Sigurður var tekinn í viðtal eftir leik og þegar hann er spurður um hvernig honum liði hafði hann þetta að segja.

„Við erum svekktir, það eru mikil meiðsli í okkar hóp og við söknum tveggja leikmanna hér í dag sem eru í banni og svo missum við Ingimund í upphitun sem átti að byrja hér í dag og missum Frans útaf líka í meiðslum þar sem mér fannst dómararnir klikka þar illilega í þessu atviki hjá Frans. Við erum í áföllum menn eru kanski að stíga vaktina í stöðum sem þeir eru ekki vanir en þeir sem voru í dag þeir gerðu sitt besta og mér fannst vinnslan vera til staðar og KR fékk ekki mörg færi hérna í dag en þeir nýttu þessi fáu færi sem þeir fengu mjög vel og við nýttum okkar ekki vel við hefðum getað sett mörk hérna líka í dag."

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  2 KR

Sigurður var spurður nánar út í hvort hann vildi fá að sjá spjald þegar er brotið á Frans á þann hátt að hann þarf að vera borinn af velli.

„Nei dómararnir eiga bara að sjá um að dæma leikinn og auðvitað bara reiknar maður með því að þeir flauti sanngjarnt og eflaust gerðu þeir sitt besta í dag en okkur fannst svona einhverjir dómar meiga fara betur og klárlega þessi þegar Frans lendir í brotinu þarna frá Kjartani Henry þá fannst okkur mjög skrítið að þeir gripu ekki meira inn í þar."

Einnig var hann spurður hvort síðustu 2 leikirnir af mótinu voru ekki hreinir úrslitaleikir.

„Jú jú, klárlega. Maður þarf ekki annað en að kíkja á stöðutöfluna til að sjá það að þeir eru ofboðslega mikilvægir fyrir klúbbinn og við verðum bara að þjappa okkur saman og vera klárir í þá leiki. Þetta eru erfiðir leiki báðir."

Viðtalið í heild sinni má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan þar talar Sigurður nánar um innkomu Rúnars, mögulegt áframhaldandi starf með Keflavík og tilboð Lecce í Davíð Snæ.
Athugasemdir