Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
   lau 11. september 2021 16:56
Haraldur Örn Haraldsson
Siggi Raggi: Okkur fannst skrítið að dómararnir gripu ekki meira inn í
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur var nokkuð niðurlútinn eftir 0-2 tap gegn KR á heimavelli. Keflavík er í harðri baráttu um að halda sér uppi og þessi úrslit hjálpuðu ekki til í því.

Sigurður var tekinn í viðtal eftir leik og þegar hann er spurður um hvernig honum liði hafði hann þetta að segja.

„Við erum svekktir, það eru mikil meiðsli í okkar hóp og við söknum tveggja leikmanna hér í dag sem eru í banni og svo missum við Ingimund í upphitun sem átti að byrja hér í dag og missum Frans útaf líka í meiðslum þar sem mér fannst dómararnir klikka þar illilega í þessu atviki hjá Frans. Við erum í áföllum menn eru kanski að stíga vaktina í stöðum sem þeir eru ekki vanir en þeir sem voru í dag þeir gerðu sitt besta og mér fannst vinnslan vera til staðar og KR fékk ekki mörg færi hérna í dag en þeir nýttu þessi fáu færi sem þeir fengu mjög vel og við nýttum okkar ekki vel við hefðum getað sett mörk hérna líka í dag."

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  2 KR

Sigurður var spurður nánar út í hvort hann vildi fá að sjá spjald þegar er brotið á Frans á þann hátt að hann þarf að vera borinn af velli.

„Nei dómararnir eiga bara að sjá um að dæma leikinn og auðvitað bara reiknar maður með því að þeir flauti sanngjarnt og eflaust gerðu þeir sitt besta í dag en okkur fannst svona einhverjir dómar meiga fara betur og klárlega þessi þegar Frans lendir í brotinu þarna frá Kjartani Henry þá fannst okkur mjög skrítið að þeir gripu ekki meira inn í þar."

Einnig var hann spurður hvort síðustu 2 leikirnir af mótinu voru ekki hreinir úrslitaleikir.

„Jú jú, klárlega. Maður þarf ekki annað en að kíkja á stöðutöfluna til að sjá það að þeir eru ofboðslega mikilvægir fyrir klúbbinn og við verðum bara að þjappa okkur saman og vera klárir í þá leiki. Þetta eru erfiðir leiki báðir."

Viðtalið í heild sinni má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan þar talar Sigurður nánar um innkomu Rúnars, mögulegt áframhaldandi starf með Keflavík og tilboð Lecce í Davíð Snæ.
Athugasemdir
banner