Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   lau 11. september 2021 17:01
Anton Freyr Jónsson
Viktor Jóns: Ég er ógeðslega þreyttur
Viktor Jónsson skoraði og lagði upp tvö í dag.
Viktor Jónsson skoraði og lagði upp tvö í dag.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Ég er ógeðslega þreyttur en ógeðslega sáttur, þetta voru þrjú mjög mikilvæg stig en við verðum að passa að fara ekki of hátt því það eru tveir mjög mikilvægir leikir eftir." voru fyrstu viðbrögð Viktors Jónssonar leikmanns ÍA.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  1 Leiknir R.

Sigurinn hjá ÍA gefur liðin mikið en liðið er núna tveimur stigum frá öruggu sæti og á liðið Fylki og Keflavík í síðustu tveimur umferðum deildarinnar.

„Já ekki spurning. Tveir leikir og tveir mikilvægir leikir. Fylkir næst eins og þú segir og það er bara úrslitaleikur ef við ætlum að halda okkur uppi."

Viktor Jónson var spurður hvað liðið hafi gert í landsleikjahlénu því það var ekki að sjá á spilamennsku liðsins í dag að liðið væri á botninum.

„Við samstilltum okkur og áttum góðan tíma saman, æfðum vel og ég myndi segja að það hafi hjálpað til og síðan vitum við alveg hvað er í húfi þannig það þarf ekki að modivera leikmenn."

Viktor Jónsson fékk vítaspyrnu í leiknum eftir að Dagur Austmann togaði hann niður inn í teig Leiknis.

„Hann kemur bara út merð báðar hendur á móti mér og þú getur ekkert rifið í menn svona eins og hann gerði og ýtt þeim bara í burtu. Ég féll í jörðina og dómarinn dæmir víti."
Athugasemdir
banner