29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   mán 11. nóvember 2019 16:26
Elvar Geir Magnússon
Raggi Sig: Það var vesen hjá einhverjum
Icelandair
Raggi á æfingu íslenska liðsins í Tyrklandi í dag.
Raggi á æfingu íslenska liðsins í Tyrklandi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson, varnarmaður íslenska landsliðsins og Rostov, er kominn aftur á fulla ferð eftir að hafa meiðst í landsleiknum gegn Andorra í síðasta mánuði.

„Ég meiddist á kálfa í síðasta landsleik. Það tók mig tvær eða tvær og hálfa viku að ná mér alveg. Ég spilaði síðasta leik með Rostov og það er allt í góðu," sagði Raggi við Fótbolta.net í dag.

Tyrkir voru ósáttir við það hversu langan tíma það tók að komast í gegnum Leifsstöð fyrir fyrri leikinn í júní. Íslensku leikmennirnir hafa sumir hverjir mátt þola bið við komuna til Tyrklands.

„Það var ekkert vesen hjá mér en ég veit að það var vesen hjá einhverjum af strákunum og starfsfólkinu. Við bjuggumst við þessu og þetta var ekki að pirra neinn rosalega," sagði Raggi.

Ísland mætir Tyrklandi á fimmtudag og Moldóvum á sunnudag.„Við verðum að vinna og treysta á úrslit í síðasta leik. Það eina sem við getum gert er að klára okkar tvo leiki og sjá hvað gerist."

Ísland lagði Tyrkland 2-1 í júní en þá skoraði Ragnar bæði mörkin „Það er mjög óvanalegt. Ég hefði getað sett þriðja markið í seinni hálfleik. Það er gaman að þessu," sagði Ragnar.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner