Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   lau 12. júní 2021 20:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimir Guðjóns: Oft betra að þruma boltanum upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur leiddi 1-0 eftir fyrri hálfleik gegn Stjörnunni í kvöld. Stjarnan kom öflugt til leiks í seinni hálfleiks og var komið yfir eftir sjö mínútna leik. Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var spurður hvað hefði gerst að hans mati.

„Við vorum góðir í fyrri hálfleik og komust sanngjarnt yfir og sköpuðum góð færi. Við mættum flatir í seinni hálfleikinn og gerðum of mikið af mistökum. Það er oft þannig að það er betra að þruma boltanum upp heldur eða setja hann í innkast heldur en að spila honum. Við fegum góða möguleika til að allavega jafna leikinn en Halli var flottur í markinu og þeir spiluðu öflugan varnarleik," sagði Heimir.

Hljóðgæðin í viðtalinu eru ekki frábær en myndband fylgir samt með. Vindur og tónlist setja smá svip á viðtalið.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Valur

Kaj Leo meiddist í upphafi seinni hálfleiks, milli markanna og Valsmenn ætluðu að skipta honum út af vegna meiðslanna. Valsmenn voru að undirbúa skiptinguna þegar Tristan Freyr vinnur boltann af Kaj Leo á vængnum og á í kjölfarið stoðsendingu. Svekkjandi að ná ekki að gera skiptinguna?

„Guðmundur Andri þurfti að hita upp en það breytir því ekki að við eigum að geta staðið nokkrar mínútur tíu á móti ellefu. Það eiga menn að geta staðið af sér."

Hvað geturu verið jákvæður með eftir leik?

„Mér fannst spilamennskan á köflum vera góð, við létum boltann ganga milli manna og sköpuðum okkur góðar stöður og við getum unnið með það," sagði Heimir.
Athugasemdir
banner
banner
banner