Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   lau 12. júní 2021 20:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimir Guðjóns: Oft betra að þruma boltanum upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur leiddi 1-0 eftir fyrri hálfleik gegn Stjörnunni í kvöld. Stjarnan kom öflugt til leiks í seinni hálfleiks og var komið yfir eftir sjö mínútna leik. Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var spurður hvað hefði gerst að hans mati.

„Við vorum góðir í fyrri hálfleik og komust sanngjarnt yfir og sköpuðum góð færi. Við mættum flatir í seinni hálfleikinn og gerðum of mikið af mistökum. Það er oft þannig að það er betra að þruma boltanum upp heldur eða setja hann í innkast heldur en að spila honum. Við fegum góða möguleika til að allavega jafna leikinn en Halli var flottur í markinu og þeir spiluðu öflugan varnarleik," sagði Heimir.

Hljóðgæðin í viðtalinu eru ekki frábær en myndband fylgir samt með. Vindur og tónlist setja smá svip á viðtalið.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Valur

Kaj Leo meiddist í upphafi seinni hálfleiks, milli markanna og Valsmenn ætluðu að skipta honum út af vegna meiðslanna. Valsmenn voru að undirbúa skiptinguna þegar Tristan Freyr vinnur boltann af Kaj Leo á vængnum og á í kjölfarið stoðsendingu. Svekkjandi að ná ekki að gera skiptinguna?

„Guðmundur Andri þurfti að hita upp en það breytir því ekki að við eigum að geta staðið nokkrar mínútur tíu á móti ellefu. Það eiga menn að geta staðið af sér."

Hvað geturu verið jákvæður með eftir leik?

„Mér fannst spilamennskan á köflum vera góð, við létum boltann ganga milli manna og sköpuðum okkur góðar stöður og við getum unnið með það," sagði Heimir.
Athugasemdir
banner
banner