Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 12. júní 2021 20:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimir Guðjóns: Oft betra að þruma boltanum upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur leiddi 1-0 eftir fyrri hálfleik gegn Stjörnunni í kvöld. Stjarnan kom öflugt til leiks í seinni hálfleiks og var komið yfir eftir sjö mínútna leik. Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var spurður hvað hefði gerst að hans mati.

„Við vorum góðir í fyrri hálfleik og komust sanngjarnt yfir og sköpuðum góð færi. Við mættum flatir í seinni hálfleikinn og gerðum of mikið af mistökum. Það er oft þannig að það er betra að þruma boltanum upp heldur eða setja hann í innkast heldur en að spila honum. Við fegum góða möguleika til að allavega jafna leikinn en Halli var flottur í markinu og þeir spiluðu öflugan varnarleik," sagði Heimir.

Hljóðgæðin í viðtalinu eru ekki frábær en myndband fylgir samt með. Vindur og tónlist setja smá svip á viðtalið.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Valur

Kaj Leo meiddist í upphafi seinni hálfleiks, milli markanna og Valsmenn ætluðu að skipta honum út af vegna meiðslanna. Valsmenn voru að undirbúa skiptinguna þegar Tristan Freyr vinnur boltann af Kaj Leo á vængnum og á í kjölfarið stoðsendingu. Svekkjandi að ná ekki að gera skiptinguna?

„Guðmundur Andri þurfti að hita upp en það breytir því ekki að við eigum að geta staðið nokkrar mínútur tíu á móti ellefu. Það eiga menn að geta staðið af sér."

Hvað geturu verið jákvæður með eftir leik?

„Mér fannst spilamennskan á köflum vera góð, við létum boltann ganga milli manna og sköpuðum okkur góðar stöður og við getum unnið með það," sagði Heimir.
Athugasemdir