Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   lau 12. júní 2021 20:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimir Guðjóns: Oft betra að þruma boltanum upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur leiddi 1-0 eftir fyrri hálfleik gegn Stjörnunni í kvöld. Stjarnan kom öflugt til leiks í seinni hálfleiks og var komið yfir eftir sjö mínútna leik. Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var spurður hvað hefði gerst að hans mati.

„Við vorum góðir í fyrri hálfleik og komust sanngjarnt yfir og sköpuðum góð færi. Við mættum flatir í seinni hálfleikinn og gerðum of mikið af mistökum. Það er oft þannig að það er betra að þruma boltanum upp heldur eða setja hann í innkast heldur en að spila honum. Við fegum góða möguleika til að allavega jafna leikinn en Halli var flottur í markinu og þeir spiluðu öflugan varnarleik," sagði Heimir.

Hljóðgæðin í viðtalinu eru ekki frábær en myndband fylgir samt með. Vindur og tónlist setja smá svip á viðtalið.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Valur

Kaj Leo meiddist í upphafi seinni hálfleiks, milli markanna og Valsmenn ætluðu að skipta honum út af vegna meiðslanna. Valsmenn voru að undirbúa skiptinguna þegar Tristan Freyr vinnur boltann af Kaj Leo á vængnum og á í kjölfarið stoðsendingu. Svekkjandi að ná ekki að gera skiptinguna?

„Guðmundur Andri þurfti að hita upp en það breytir því ekki að við eigum að geta staðið nokkrar mínútur tíu á móti ellefu. Það eiga menn að geta staðið af sér."

Hvað geturu verið jákvæður með eftir leik?

„Mér fannst spilamennskan á köflum vera góð, við létum boltann ganga milli manna og sköpuðum okkur góðar stöður og við getum unnið með það," sagði Heimir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner