Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   lau 12. júní 2021 16:29
Victor Pálsson
Óskar Hrafn: Sigur í dag gerir lítið ef við erum ekki klárir á miðvikudag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með seinni hálfleik hans manna í dag í leik gegn Fylki í Pepsi Max-deild karla.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Fylkir

Fyrri hálfleikurinn var ekki sá besti að sögn Óskars en fyrsta markið kom eftir 40 sekúndur í seinni hálfleik þegar Árni Vilhjálmsson skoraði.

Viktor Karl Einarsson bætti svo við öðru marki Blika í leik sem lyfti liðinu upp í fjórða sæti deildarinnar.

„Fyrri hálfleikurinn var heldur hægur og bar þess merki að menn voru búnir að vera í langri pásu frá leikjum en mér fannst seinni hálfleikurinn vera virkilega flottur og þrjú stig. Fylkisliðið er mjög áhugavert og sérstakt og skemmtilegt þannig við erum ánægðir með þennan sigur," sagði Óskar.

Það hjálpaði mikið að ná forystunni svo snemma í seinni hálfleik að sögn Óskars sem var í heildina litið mjög ánægður með frammistöðuna eftir leikhlé.

„Það gerir það kannski að verkum að Fylkismenn þurfa að fara ofar með þeim afleiðingum að það opnast svolítið. Við höfum verið ágætir í að nýta okkur það og gerðum það vel. Fyrri hálfleikurinn einkenndis af taktleysi og því að menn voru ryðgaðir en seinni hálfleikurinn var góður."

Blikar höfðu verið í löngu fríi fyrir viðureign dagsins en næsti leikur liðsins er gegn Val á miðvikudag.

„Við erum með góðan og breiðan hóp og fullt af möguleikum. Við kvörtum ekki yfir því og nú kemur leikur gegn Val á miðvikudag, gríðarlega erfitt verkefni. Sigur í dag gerir lítið ef við verðum ekki klárir á miðvikudaginn."
Athugasemdir
banner